Erlent

Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Í Kabúl er litla aðstoð að fá.
Í Kabúl er litla aðstoð að fá. epa/Jawed Kargar

Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl.

BBC greinir frá því að ofbeldi hafa aukist í norðurhluta landsins með sókn stríðsmanna Talibana, sem höfðu náð níu af 34 héraðshöfuborgum landsins á sitt vald í gær.

Þá var það mat háttsettra embættismanna innan Bandaríkjahers að þeir gætu náð höfuðborginni á sitt vald innan þriggja mánaða. 

Fólk sem náð hefur að flýja til Kabúl getur ekki reiknað með neinu sældarlífi þar og bíður oftast ekkert annað en að lifa á götunni. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í yfirgefnum vöruskemmum og á í erfiðleikum með að afla sér nauðsynja eins og matar og lyfja. 

Þúsundir manna hafa einnig sett upp búðir á berangri í útjaðri Kabul og segjast heldur vilja mæta harðræði þar en vera myrt af Talibönum, sem einnig hafa eyðilagt heimili margra þeirra sem flúið hafa til Kabúl.


Tengdar fréttir

Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald.

Hver borgin fellur á fætur annarri

Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×