Erlent

Biden segir Afgana þurfa að berjast fyrir landinu sínu

Heimir Már Pétursson skrifar
Afganskir hermenn tóku aftur hluta Herat-borgar eftir harða bardaga síðustu helgi.
Afganskir hermenn tóku aftur hluta Herat-borgar eftir harða bardaga síðustu helgi. epa/Jalil Rezayee

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segist ekki sjá eftir að hafa kallað herlið Bandaríkjamanna í Afganistan heim þótt Talibanar hafi að undanförnu náð hverri héraðshöfuðborg landsins á sitt vald.

Talið er að þúsund manns hafi fallið í átökum stjórnarhersins og hersveita Talibana að undanförnu. Biden hvatti í gær leiðtoga Afganistans til að sameinast í baráttunni um yfirráðin í landinu. 

Herlið Bandaríkjamanna er að mestu horfið frá landinu eftir tuttugu ára veru þar. Bandaríkjaher sér þó enn um loftvarnir, greiðir laun afgangskra hermanna og útvegar þeim vopn og vistir. 

Talibanar hafa náð að minnsta kosti átta af þrjátíu og fjórum héraðshöfuðborgum á sitt vald á unaförnum vikum, stundum án þess að hleypt væri af einu einasta skoti. 

Biden segir Afgana sjálfa þurfa að berjast fyrir land sitt. 

Washington Post hafði eftir ónafngreindum embættismönnum Bandaríkjahers í gær að Kabúl, höfuðborg Afganistan, gæti fallið í hendur Talibana innan þriggja mánaða.


Tengdar fréttir

Hver borgin fellur á fætur annarri

Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum.

Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði.

Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða

Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.