Erlent

Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína

Heimir Már Pétursson skrifar
Boðað var til fundar í sendiráði Kanada í Kína í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar í gær.
Boðað var til fundar í sendiráði Kanada í Kína í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar í gær. epa/Roman Pilipey

Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig.

Spavor er sakaður um að hafa árið 2017 komið viðkvæmum upplýsingum í hendur Kovrigs, sem er fyrverandi starfsmaður kanadísku utanríkisþjónustunnar. 

Stjórnvöld í Kanada segja handtöku þeirra og nú dóminn yfir Spavor vera hluta af áróðursstríði Kína og Bandaríkjanna sem Kanada hafi verið blandað inn í þegar Meng Wanzhou, háttsettur starfsmaður kínverska tæknirisans Huawei, var kyrrsett í Vancuver í Kanada á grundvelli bandarískrar handtökuskipunar árið 2018. 

Bandaríkjamenn segja hana seka um að hafa brotið viðskiptabann við Íran. 

Kanadískur dómstóll tekur afstöðu til þess eftir nokkrar vikur hvort hún verði framseld til Bandaríkjanna. 

Í gær breytti kínverskur áfrýjunardómstóll fimmtán ára fangelsisdómi yfir Robert Shellenberg, öðrum Kanadamanni, í dauðadóm fyrir tilraun til að smygla tæplega þrjú hundruð kílóum af metaamfetamíni frá Kína til Ástralíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×