Boraði fyrstu holuna á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 15:00 Hér má sjá fyrstu holu Perseverance á Mars af 35. NASA/JPL-Caltech Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. Samkvæmt grein sem yfirmaður verkefnisins birti á vef NASA í gær stendur til að taka alls um 35 sambærileg sýni á Mars á næstu árum. Sýni þessi verða rannsökuð um borð í Perseverance, með þeim tækjum sem þar eru í boði, en vísindamenn vonast til þess að senda annað geimfar til að sækja sýnin og flytja þau aftur til jarðarinnar á næstu árum svo hægt verði að rannsaka þau enn betur. My first drill hole on Mars! Collecting and storing rock samples is a big and complex task, and this is a huge step. Next step: processing. #SamplingMarshttps://t.co/Ex1QDo3eC2 pic.twitter.com/JvrZcZ1NPm— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) August 6, 2021 Perseverance lenti í Jezero-gígnum á Mars í febrúar en hann var fullur af vatni á árum áður. Því þykir mögulegt að ummerki örvera finnist í jarðveginum, ef þær hafa á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Nánari upplýsingar um Perseverance, tækjabúnað vélmennisins og tilraunir má finna hér að neðan. Vísindamenn notuðu vélmennið í vor til að vinna súrefni úr andrúmslofti Mars í fyrsta sinn. Þeirri könnun var ætla að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. Perseverance var ekki sent eitt til Mars en því fylgdi lítil þyrla sem kallast Ingenuity. Ingenuity er fyrsta farartækið sem flogið hefur undir eigin afli á öðrum hnetti. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Upprunalega átti þyrlan einungis að fljúga fimm sinnum en sá áfangi náðist fljótt og er enn verið að fljúga henni. Þessi mynd var tekin af þyrlunni Ingenuity á flugi yfir yfirborð Mars.NASA/JPL-Caltech Nú síðast var hún látin fljúga 380 metra á rúmum tveimur mínútum á stað þar sem þyrlan á að nota sem flugvöll til frekari flugferða sem ætlað er að nota til að aðstoða Perseverance. Það var ellefta flugferð Ingenuity. Hægt er að nota Ingenuity til að taka myndir af umhverfi Perseverance. Þær myndir eru svo notaðar til að finna bestu leiðina fyrir Perseverance og bestu staðina til að taka sýni. #MarsHelicopter has safely flown to a new location! Ingenuity flew for 130.9 seconds and traveled about 380 meters before landing at a spot that will set up a series of future reconnaissance flights to help @NASAPersevere in its search for ancient microbial life. pic.twitter.com/XmIjmDzlyP— NASA JPL (@NASAJPL) August 5, 2021 Geimurinn Mars Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu. 5. ágúst 2021 09:44 SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. 4. ágúst 2021 09:28 Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. 29. júlí 2021 18:40 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Samkvæmt grein sem yfirmaður verkefnisins birti á vef NASA í gær stendur til að taka alls um 35 sambærileg sýni á Mars á næstu árum. Sýni þessi verða rannsökuð um borð í Perseverance, með þeim tækjum sem þar eru í boði, en vísindamenn vonast til þess að senda annað geimfar til að sækja sýnin og flytja þau aftur til jarðarinnar á næstu árum svo hægt verði að rannsaka þau enn betur. My first drill hole on Mars! Collecting and storing rock samples is a big and complex task, and this is a huge step. Next step: processing. #SamplingMarshttps://t.co/Ex1QDo3eC2 pic.twitter.com/JvrZcZ1NPm— NASA's Perseverance Mars Rover (@NASAPersevere) August 6, 2021 Perseverance lenti í Jezero-gígnum á Mars í febrúar en hann var fullur af vatni á árum áður. Því þykir mögulegt að ummerki örvera finnist í jarðveginum, ef þær hafa á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Nánari upplýsingar um Perseverance, tækjabúnað vélmennisins og tilraunir má finna hér að neðan. Vísindamenn notuðu vélmennið í vor til að vinna súrefni úr andrúmslofti Mars í fyrsta sinn. Þeirri könnun var ætla að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. Perseverance var ekki sent eitt til Mars en því fylgdi lítil þyrla sem kallast Ingenuity. Ingenuity er fyrsta farartækið sem flogið hefur undir eigin afli á öðrum hnetti. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Upprunalega átti þyrlan einungis að fljúga fimm sinnum en sá áfangi náðist fljótt og er enn verið að fljúga henni. Þessi mynd var tekin af þyrlunni Ingenuity á flugi yfir yfirborð Mars.NASA/JPL-Caltech Nú síðast var hún látin fljúga 380 metra á rúmum tveimur mínútum á stað þar sem þyrlan á að nota sem flugvöll til frekari flugferða sem ætlað er að nota til að aðstoða Perseverance. Það var ellefta flugferð Ingenuity. Hægt er að nota Ingenuity til að taka myndir af umhverfi Perseverance. Þær myndir eru svo notaðar til að finna bestu leiðina fyrir Perseverance og bestu staðina til að taka sýni. #MarsHelicopter has safely flown to a new location! Ingenuity flew for 130.9 seconds and traveled about 380 meters before landing at a spot that will set up a series of future reconnaissance flights to help @NASAPersevere in its search for ancient microbial life. pic.twitter.com/XmIjmDzlyP— NASA JPL (@NASAJPL) August 5, 2021
Geimurinn Mars Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu. 5. ágúst 2021 09:44 SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. 4. ágúst 2021 09:28 Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. 29. júlí 2021 18:40 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu. 5. ágúst 2021 09:44
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30
Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli. 4. ágúst 2021 09:28
Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. 29. júlí 2021 18:40