Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 18:40 Hér má sjá skjáskot af beinni útsendingu af því þegar Nauka tengdist geimstöðinni í dag. AP/Roscosmos Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu. Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu.
Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira