SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 15:30 Áhöfn Inspiration4 æfir sig í þyngdarleysi. Inspiration4 SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. Fyrstu þættirnir eiga að birtast þann 6. september og tveir til viðbótar þann þrettánda. Til stendur að skjóta geimförunum á loft þann fimmtánda. Síðasti þátturinn, sem mun fjalla um geimferðina sjálfa, verður svo sýndur seinna í mánuðinum. Jason Hehir mun leikstýra þáttunum en hann er hvað þekktastur fyrir að gera heimildarseríuna The Last Dance, sem fjallar um Michael Jordan. This September, four civilians will launch into space for a three-day trip orbiting Earth. Countdown: Inspiration4 Mission To Space the first Netflix documentary series to cover an event in near real-time will premiere in five parts leading up to and following the mission. pic.twitter.com/8fLnxHCQNN— Netflix (@netflix) August 3, 2021 Í frétt Sky News segir að hópurinn muni verja þremur dögum á braut um jörðu. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Þau verða um borð í Dragon-geimfari SpaceX sem kallast Inspiration 4. Það er sama nafn og verkefnið sjálft ber. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um verkefnið og áhöfnina hér. The @inspiration4x crew was also in Florida this week for training ahead of their flight in September pic.twitter.com/GRLlDJA1xt— SpaceX (@SpaceX) July 31, 2021 Bíó og sjónvarp Geimurinn SpaceX Netflix Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fyrstu þættirnir eiga að birtast þann 6. september og tveir til viðbótar þann þrettánda. Til stendur að skjóta geimförunum á loft þann fimmtánda. Síðasti þátturinn, sem mun fjalla um geimferðina sjálfa, verður svo sýndur seinna í mánuðinum. Jason Hehir mun leikstýra þáttunum en hann er hvað þekktastur fyrir að gera heimildarseríuna The Last Dance, sem fjallar um Michael Jordan. This September, four civilians will launch into space for a three-day trip orbiting Earth. Countdown: Inspiration4 Mission To Space the first Netflix documentary series to cover an event in near real-time will premiere in five parts leading up to and following the mission. pic.twitter.com/8fLnxHCQNN— Netflix (@netflix) August 3, 2021 Í frétt Sky News segir að hópurinn muni verja þremur dögum á braut um jörðu. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Þau verða um borð í Dragon-geimfari SpaceX sem kallast Inspiration 4. Það er sama nafn og verkefnið sjálft ber. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um verkefnið og áhöfnina hér. The @inspiration4x crew was also in Florida this week for training ahead of their flight in September pic.twitter.com/GRLlDJA1xt— SpaceX (@SpaceX) July 31, 2021
Bíó og sjónvarp Geimurinn SpaceX Netflix Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira