Myndbandið var tekið úr geimstöðinni þann 26. júlí síðastliðinn. Þá hafði einingin Pirs verið leyst frá geimstöðinni og send til að brenna upp í gufuhvolfinu.
Í staðinn var einingunni Nauka komið fyrir. Skömmu eftir að hún var tengd geimstöðinni fóru hreyflar hennar óvænt af stað og voru í gangi þar til einingin varð eldsneytislaus. Þá var geimstöðin komin á hvolf á braut um jörðu.
Engan sakaði þó í atvikinu og svo virðist sem engar skemmdir hafi orðið á geimstöðinni.
Hér má sjá myndband af Pirs brenna upp í gufuhvolfinu sem Pesquet og Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) birti í vikunni. Búið er að hraða myndbandinu en Pesquet segist hafa fylgst með einingunni brenna upp í um sex mínútur.
Voilà ce que ça donne, un vaisseau (Pirs/DC-1 + cargo Progress) qui dans l atmosphère ! Même principe qu une
— Thomas Pesquet (@Thom_astro) August 3, 2021
DC1 & Progress burning up in atmospheric reentry last week. It is all planned in advance and organised, but if you see it you can still make a wish. #timelapse pic.twitter.com/nCosQUPAyK