Erlent

Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Stór hluti Greenville brann þegar Dixie-eldurinn svokallaði fór þar yfir.
Stór hluti Greenville brann þegar Dixie-eldurinn svokallaði fór þar yfir. AP/Noah Berger

Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi.

Vanir slökkviliðsmenn segjast aldrei hafa séð eld haga sér eins og Dixie-eldurinn.

Dixie eldurinn er einn um hundrað stórra gróðurelda sem loga á fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Flestir þeirra eru í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem langvarandi þurrkur hefur leikið íbúa og umhverfið grátt.

Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðsutu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri.

Hingað til hefur eldurinn brennt um það bil 1.464 þúsund ferkílómetra og er hann talinn ógna meira en tíu þúsund heimilum í Kaliforníu. Dixie-eldurinn er sá stærsti sem brunnið hefur í Kaliforníu á þessu ári.

Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á rafmagnslínur.

Á miðvikudaginn náði útbreiðsla eldsins miklum hraða og nálgaðist hann Greenville hratt. Eldurinn fór yfir bæinn en um þúsund íbúar hans höfðu flestir yfirgefið bæinn með góðum fyrirvara.

Slökkviliðsmenn og aðrir gátu svo farið aftur inn í bæinn í gær og sáu að stór hluti hans hafði brunnið til kaldra kola. Ekki hefur verið farið nákvæmlega yfir það en talið er að vel en fógeti sýslunnar telur að vel yfir hundrað heimili hafi brunnið.

Miðbær Greenville varð sérstaklega illa úti en þar voru meðal annars rúmlega aldargömul tréhús.

Eva Gorman segist hafa tapað öllu þegar bærinn brann. Hún og fjölskylda hennar hafi misst heimili þeirra og fyrirtæki. Hún flúði bæinn fyrir rúmri viku en þá tók hún nokkrar myndir af veggjum heimilis síns, skartgripi og mikilvæg skjöl. Hún segist þrátt fyrir það hafa þurft að skilja ómetanlega muni fjölskyldunnar eftir og þeir hafi orðið eldinum að bráð.

Hér má sjá myndefni frá Greenville sem héraðsmiðill birti í gærkvöldi, auki myndbands frá AP og fleirum.


Tengdar fréttir

Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu

Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.