Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:13 Kim Jong-un er ekki sagður sá eini sem þrái hágæðaáfengi og fín jakkaföt, heldur elítan í höfuðborginni öll. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14