Þingmenn deila vegna grímuskyldu: „Hann er svo mikill fáviti“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2021 23:06 Nancy Pelosi og Kevin McCarthy. AP/J. Scott Applewhite Miklar deilur áttu sér stað í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að grímuskyldu var komið á í fulltrúadeildinni aftur, að ráðleggingu læknis þingsins. Repúblikanar hafa fordæmt ákvörðunina og margir þingmenn hafa neitað að vera með grímur, þó þeim hafi verið hótað sektum. Fregnir hafa borist af því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi kallað Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, fávita vegna andstöðu hans við grímuskylduna. Talsmaður hennar svo gott sem staðfesti það eftir á og sagði Pelosi „í þeirri trú að það að segja að grímuskylda væri ekki ákvörðun byggð á vísindum sé fávitalegt. Unfortunately, we can't verify this audio because of poor quality, but I can confirm that the Speaker believes that saying a mask requirement is "not a decision based on science" is moronic. https://t.co/vf30E4Ggic— Drew Hammill (@Drew_Hammill) July 28, 2021 McCarthy hefur einnig haldið því fram að frjálslyndir embættismenn séu að reyna að þvinga Bandaríkjamenn til að lifa í ótta, án þess þó að taka fram hvað embættismennirnir frjálslyndu eiga að græða á því. Grímur til að hægja á dreifingu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) gaf út í vikunni að fólk ætti að byrja að nota grímur aftur til að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðis nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi og að mestu á svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett. Yfirmaður CDC sagði í dag að ákvörðunin væri byggð á nýlegum gögnum um að bólusett fólk sem smitist af Covid-19 geti smitað aðra. Það fólk sé með sama magn veirunnar og óbólusettir. Repúblikanar hafa haldið því fram í dag að það séu þeir sem séu að fylgja vísindunum, ekki vísindamenn. Vísindin sýni að grímur virki ekki. Samkvæmt Reuters hafa um 57,6 prósent Bandaríkjamann fengið minnst einn skammt af bóluefni. Í fjórum af fimm ríkjum þar sem hlutfallið er lægst eru ríkisstjórar Repúblikanar. Það eru ríkin Mississippi, Idaho, Wyoming og Alaska. Í Louisiana er ríkisstjórinn Demókrati. Sjá einnig: Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á Delta-afbrigðið Allir þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað að þeir séu bólusettir. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins hafa ekki gert það, samkvæmt talningu CNN. Í ræðu sinni á þingi í kvöld sagði McCarthy að um 85 prósent þingmanna væru bólusettir, sem þýðir að um það bil 65 þingmenn Repúblikanaflokksins eru það ekki, samkvæmt útreikningi einnar blaðakonu. „Skiptu þér ekki af“ Politico vísar í atvik þar sem Demókratinn Jared Huffman, frá Kaliforníu, sá Repúblikanann Byron Donalds, frá Flórída, fara með öðru fólki inn í lyftu án þess að vera með grímu. Huffman skammaði Donalds og kallaði hann eigingjarnan. „Hér er maður sem kemur frá ríki sem er þungamiðja Delta-afbrigðisins og segir heiminum í sjónvarpsviðtali að hann sé ekki bólusettur,“ sagði Huffman um Donalds við blaðamann Politico. Donalds, sem fékk Covid-19 síðasta haust, sagði að Huffman ætti ekki að skipta sér af því sem komi honum ekki við. Í samtali við New York Times vildi hann ekki segja hvort hann ætlaði að láta bólusetja sig og sagðist þess í stað í þeirri trú að hann væri enn með mótefni frá því hann smitaðist í haust. Hann bætti við að honum þætti ákvörðunin um grímuskyldu heimskuleg. Þingmenn hefðu verið í þingsal í rúma tvo tíma í gær og ef Covid-19 væri í dreifingu í þinghúsinu væru allir veikir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi kallað Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, fávita vegna andstöðu hans við grímuskylduna. Talsmaður hennar svo gott sem staðfesti það eftir á og sagði Pelosi „í þeirri trú að það að segja að grímuskylda væri ekki ákvörðun byggð á vísindum sé fávitalegt. Unfortunately, we can't verify this audio because of poor quality, but I can confirm that the Speaker believes that saying a mask requirement is "not a decision based on science" is moronic. https://t.co/vf30E4Ggic— Drew Hammill (@Drew_Hammill) July 28, 2021 McCarthy hefur einnig haldið því fram að frjálslyndir embættismenn séu að reyna að þvinga Bandaríkjamenn til að lifa í ótta, án þess þó að taka fram hvað embættismennirnir frjálslyndu eiga að græða á því. Grímur til að hægja á dreifingu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) gaf út í vikunni að fólk ætti að byrja að nota grímur aftur til að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðis nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi og að mestu á svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett. Yfirmaður CDC sagði í dag að ákvörðunin væri byggð á nýlegum gögnum um að bólusett fólk sem smitist af Covid-19 geti smitað aðra. Það fólk sé með sama magn veirunnar og óbólusettir. Repúblikanar hafa haldið því fram í dag að það séu þeir sem séu að fylgja vísindunum, ekki vísindamenn. Vísindin sýni að grímur virki ekki. Samkvæmt Reuters hafa um 57,6 prósent Bandaríkjamann fengið minnst einn skammt af bóluefni. Í fjórum af fimm ríkjum þar sem hlutfallið er lægst eru ríkisstjórar Repúblikanar. Það eru ríkin Mississippi, Idaho, Wyoming og Alaska. Í Louisiana er ríkisstjórinn Demókrati. Sjá einnig: Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á Delta-afbrigðið Allir þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað að þeir séu bólusettir. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins hafa ekki gert það, samkvæmt talningu CNN. Í ræðu sinni á þingi í kvöld sagði McCarthy að um 85 prósent þingmanna væru bólusettir, sem þýðir að um það bil 65 þingmenn Repúblikanaflokksins eru það ekki, samkvæmt útreikningi einnar blaðakonu. „Skiptu þér ekki af“ Politico vísar í atvik þar sem Demókratinn Jared Huffman, frá Kaliforníu, sá Repúblikanann Byron Donalds, frá Flórída, fara með öðru fólki inn í lyftu án þess að vera með grímu. Huffman skammaði Donalds og kallaði hann eigingjarnan. „Hér er maður sem kemur frá ríki sem er þungamiðja Delta-afbrigðisins og segir heiminum í sjónvarpsviðtali að hann sé ekki bólusettur,“ sagði Huffman um Donalds við blaðamann Politico. Donalds, sem fékk Covid-19 síðasta haust, sagði að Huffman ætti ekki að skipta sér af því sem komi honum ekki við. Í samtali við New York Times vildi hann ekki segja hvort hann ætlaði að láta bólusetja sig og sagðist þess í stað í þeirri trú að hann væri enn með mótefni frá því hann smitaðist í haust. Hann bætti við að honum þætti ákvörðunin um grímuskyldu heimskuleg. Þingmenn hefðu verið í þingsal í rúma tvo tíma í gær og ef Covid-19 væri í dreifingu í þinghúsinu væru allir veikir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51