Erlent

„Mín vegna megið þið deyja hvenær sem er“

Árni Sæberg skrifar
Rodrigo Duterte var harðorður í ávarpi til Filippseyinga á miðvikudag.
Rodrigo Duterte var harðorður í ávarpi til Filippseyinga á miðvikudag. AP/Aaron Favila

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði í ávarpi á miðvikudag að honum væri sama ef þeir sem afþakka bóluefni við Covid-19 deyi úr sjúkdóminum.

Forsetinn hefur áður átt í hótunum við þá sem afþakka bóluefni. Auk þess að lýsa yfir að honum sé sama um dauða þegna sinna sagði hann að óbólusettir ættu ekki að fara út úr húsi.

„Ef þú ferð út af heimili þínu mun ég segja lögreglunni að vísa þér aftur þangað. Þér verður fylgt aftur heim af því þú ert gangandi smitberi,“ sagði Duterte.

Duterte sagði í júní að hann myndi fangelsa alla þá sem afþakka bóluefni. „Ef þú vilt ekki bóluefni mun ég láta handtaka þig og sprauta bóluefni í rassinn á þér,“ sagði forsetinn.

Samkvæmt frétt Reuters hafa einungis sex prósent Filippseyinga fengið bóluefni við Covid-19 enn sem komið er. Ætla verður að lág tíðni bólusetningar sé ekki einungis þeim sem afþakka bóluefni að kenna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.