Veður

Heitast fyrir sunnan í dag og hlýtt langt fram á kvöld

Eiður Þór Árnason skrifar
Margt er um manninn í miðbæ Reykjavíkur þessa daganna.
Margt er um manninn í miðbæ Reykjavíkur þessa daganna. Vísir/vilhelm

Í dag er spáð norðan og norðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu, en sterkari vindi í vindstrengjum við fjöll á suðaustanverðu landinu.

Rigning verður með köflum sem minnkar með deginum, en víða súld og þokumóða. Lengst af þurrt og bjart á suðvestanverðu landinu. Hiti 7 til 19 stig, hlýjast sunnan- og suðvestantil og verður hlýtt þar langt fram á kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag: Norðlæg átt 3-10 m/s og bjart með köflum um landið sunnan- og vestanvert, en smá síðdegisskúrir sunnantil. Áfram dálítil væta á Norður- og Austurlandi, en styttir upp þar seinnipartinn. Hiti 7 til 22 stig, hlýjast sunnalands.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag: 

Útlit fyrir hæga breytilega átt og lítlsháttar væta, en bjart með köflum. Áfram hlýtt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.