Erlent

Hafa fundið þriðja líkið á K2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.
Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar. Vísir

Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 

Akhbar Syed, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Lela Peak, er staddur í grunnbúðum K2 og staðfestir þetta í samtali við Explorers Web. Garret Madison, sem fer fyrir gönguhópnum sem fann líkin, staðfesti fyrr í dag að hópur hans hafi fundið tvö lík fyrir ofan fjórðu búðirnar. 

Sagði hann þá að líkin tvö væru af Ali Sadpara og John Snorra og virðist því vera sem lík Mohr hafi fundist.  Madison og samferðamenn hans eru á leið upp á topp K2 og munu að öllum líkindum ná þangað á morgun. Það er fyrsta sinn síðan þremenningarnir fórust í febrúar sem nokkur fer hærra en þriðju búðirnar. 

Sajid Sadpara, sonur Ali, komst upp í fjórðu búðirnar í dag ásamt samferðamönnum sínum Elia Saikaly og Pasang Kaji Sherpa. Explorer Web  segir að óstaðfestar fregnir hermi það að líkin hafi fundist við botn flöskuhálsins, sem er í um 8.200 metra hæð en fjallið er 8.611 metra hátt. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×