Erlent

Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara.
John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Elia Saikaly

Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 

Þetta segir í frétt Explorers Web. Garret Madison, sem fer fyrir teyminu sem fann líkamsleifarnar staðfestir að lík Ali Sadpara hafi fundist og telur að hitt sé af John Snorra. Mennirnir hurfu sporlaust þann 5. febrúar síðastliðinn. 

Líkin fundustt um 400 metrum fyrir ofan fjórðu búðirnar á fjallinu a Madison Mountaineering Sherpa teyminu. Teymið fann fyrra líkið fyrr í dag en er það klætt í gulan og svartan fjallagalla. Líkið sneri niður á við og var það hulið ísingu, þannig að erfitt var að bera kennsl á það. 

Fjallagarpurinn Garrett Madison er á leið upp á topp K2 en teymi hans fór á undan honum. Hann og samferðarmenn hans munu að öllum líkindum koma aftur niður í þriðju búðir seinna í dag.

Madison og samferðarmenn hans bíða nú fyrirmæla um hvað þeir skuli aðhafast. Sajid Sadpara er einnig staddur á fjallinu en farðir hans Muhammad Ali Sadpara var í för með John Snorra í febrúar og hvarf á sama tíma. Sadpara er í leitarleiðangri á fjallinu en hann vonast til þess að finna líkamsleifar föður síns.

Sadpara er nú á leið að á vettvang en hann kom í fjórðu búðir klukkan hálf þrjú að staðartíma, eða klukkan hálf ellefu að íslenskum tíma. 

Fréttin var uppfærð eftir að annað líkið fannst.


Tengdar fréttir

Hefja leit að John Snorra og Sadpara

Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu.

Johns Snorra minnst á toppi Everest

Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna.

Vill snúa aftur á K2 í sumar til að að­stoða við leit

Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna hefur boðið fram aðstoð sína ef farið verður í leitarleiðangur á K2 í sumar. Hanna ætlaði sér að komast á topp fjallsins í síðasta mánuði en sneri við þegar veður fór versnandi, skömmu áður en síðast spurðist til John Snorra og félaga hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.