Íslenski boltinn

Smit hjá Fylki og leiknum gegn Val frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fylkiskonur eru komnar í sóttkví.
Fylkiskonur eru komnar í sóttkví. vísir/daníel

Leikmaður Fylkis hefur greinst með kórónuveiruna og liðið er komið í sóttkví.

Vegna þess hefur leik Fylkis og Vals í Pepsi Max-deild kvenna sem átti að fara fram á miðvikudaginn verið frestað. Nýr leiktími liggur ekki enn fyrir.

Í tilkynningu frá Fylki kemur fram að smitið hafi ekki áhrif á æfingar eða keppni annarra flokka hjá félaginu.

Fylkir er á botni Pepsi Max-deildarinnar með níu stig eftir ellefu leiki. Fylkiskonur hafa tapað þremur leikjum í röð.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.