Erlent

Ísland enn grænt í nýju bylgjunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ísland er enn grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Spánn, Portúgel, Holland og Írland eru á meðal rauðra landa hjá stofnuninni.
Ísland er enn grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Spánn, Portúgel, Holland og Írland eru á meðal rauðra landa hjá stofnuninni.

Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins.

Lýðheilsustofnun Noregs birti í dag uppfærðan lista yfir þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru fyrir ferðalanga sem koma til Noregs. Ísland er áfram grænt, auk landa á borð við Grænland, Þýskaland, Ítalíu og Pólland. 

Íslendingar, hvort sem þeir eru bólusettir eða óbólusettir, þurfa því ekki að sæta neinum takmörkunum við komu til Noregs – í það minnsta fram í næstu viku þegar listinn verður uppfærður á ný. Bólusettir ferðamenn þurfa þó vel að merkja ekki að sæta neinum takmörkunum í Noregi, óháð lit landsins sem þeir ferðast frá.

Spánn og Krít eru nú skilgreind dökkrauð á lista norskra stjórnvalda en óbólusettir ferðalangar þaðan þurfa að dvelja í sóttkví á hóteli við komu til landsins. Þá er öll Danmörk orðin appelsínugul. Óbólusettir frá Danmörku þurfa því að framvísa neikvæðu Covid-prófi og sæta sóttkví við komu til Noregs. 

Ísland er einnig enn grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem síðast var uppfært í gær, 22. júlí. Þar er miðað við að fjórtán daga nýgengi smita sé undir 50, auk þess sem hlutfall jákvæðra sýna sé innan við fjögur prósent. Ef hlutfall jákvæðra sýna er innan við eitt prósent dugar að nýgengið sé undir 75 til að fá græna litinn. Í dag, degi eftir að kortið var uppfært, er nýgengi innanlandssmita á Íslandi 83,7, samkvæmt tölum á Covid.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.