Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 08:51 Trump á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í Flórída í byrjun mánaðarins. EPA/Rod Millington Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. Það var að mestu gert á grundvelli ásakana forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, sem Joe Biden vann. Þessi sjóður Trumps hefur ekki varið peningum í viðleitni bandamanna forsetans við að telja atkvæði í Arizona og sambærilegar aðgerðir í öðrum ríkjum. Það er samkvæmt heimildarmönnum Washington Post meðal Trump-liða, sem segja Trump þó fylgjast náið með vendingum hjá bandamönnum sínum. Þrátt fyrir það hefur hann ekki haft áhuga á að styðja þessar aðgerðir og reiðir sig á að aðrir stuðningsmenn hans geri það. Save America sjóðurinn er fáum takmörkunum háður varðandi það hvert peningarnir mega fara. Samkvæmt Washington Post hafa þeir peningar sem farið hafa úr sjóðnum farið í ferðalög Trumps, lögfræðikostnað, launakostnað og annað. Annars hefur lítið farið úr sjóðnum og mun Trump því geta beitt fúlgum fjár til að styðja þá Repúblikana sem hann styður í þingkosningunum á næsta ári og safnað i púkk fyrir nýtt forsetaframboð 2024. Strax eftir kosningarnar söfnuðust 31,5 milljón dala í aðgerðanefndina. Þá átti meðal annars að nota sjóðinn til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu, en mun ekki hafa gerst. Forsvarsmenn aðgerðanefndarinnar munu þurfa að skila skýrslu um fjárútlát þeirra í lok mánaðarins. Frá því hann yfirgaf Hvíta húsið, og fyrir það einnig, hefur Trump verið hávær um að svindlað hafi verið á honum. Þó hafa engar sannanir um það litið dagsins ljós. Hann hefur beitt embættismenn þrýstingi og framboð hans hefur notað þessar ásakanir til fjáröflunar, á grundvelli þess að Trump vinni hörðum höndum að því að verja atkvæði þeirra og heilindi kosninga í Bandaríkjunum. Til marks um það mun Trump halda fjöldafund í Phoenix í Arizona um helgina sem ber heitið „Verjum kosningarnar okkar“. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji eiga sjóði fyrir mögulegt forsetaframboð 2024. Hann segist stefna að því að bjóða sig fram aftur en einhverjir ráðgjafar hans draga í efa að svo fari. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. 22. júlí 2021 08:52 Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20. júlí 2021 07:57 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Það var að mestu gert á grundvelli ásakana forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra, sem Joe Biden vann. Þessi sjóður Trumps hefur ekki varið peningum í viðleitni bandamanna forsetans við að telja atkvæði í Arizona og sambærilegar aðgerðir í öðrum ríkjum. Það er samkvæmt heimildarmönnum Washington Post meðal Trump-liða, sem segja Trump þó fylgjast náið með vendingum hjá bandamönnum sínum. Þrátt fyrir það hefur hann ekki haft áhuga á að styðja þessar aðgerðir og reiðir sig á að aðrir stuðningsmenn hans geri það. Save America sjóðurinn er fáum takmörkunum háður varðandi það hvert peningarnir mega fara. Samkvæmt Washington Post hafa þeir peningar sem farið hafa úr sjóðnum farið í ferðalög Trumps, lögfræðikostnað, launakostnað og annað. Annars hefur lítið farið úr sjóðnum og mun Trump því geta beitt fúlgum fjár til að styðja þá Repúblikana sem hann styður í þingkosningunum á næsta ári og safnað i púkk fyrir nýtt forsetaframboð 2024. Strax eftir kosningarnar söfnuðust 31,5 milljón dala í aðgerðanefndina. Þá átti meðal annars að nota sjóðinn til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu, en mun ekki hafa gerst. Forsvarsmenn aðgerðanefndarinnar munu þurfa að skila skýrslu um fjárútlát þeirra í lok mánaðarins. Frá því hann yfirgaf Hvíta húsið, og fyrir það einnig, hefur Trump verið hávær um að svindlað hafi verið á honum. Þó hafa engar sannanir um það litið dagsins ljós. Hann hefur beitt embættismenn þrýstingi og framboð hans hefur notað þessar ásakanir til fjáröflunar, á grundvelli þess að Trump vinni hörðum höndum að því að verja atkvæði þeirra og heilindi kosninga í Bandaríkjunum. Til marks um það mun Trump halda fjöldafund í Phoenix í Arizona um helgina sem ber heitið „Verjum kosningarnar okkar“. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji eiga sjóði fyrir mögulegt forsetaframboð 2024. Hann segist stefna að því að bjóða sig fram aftur en einhverjir ráðgjafar hans draga í efa að svo fari.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. 22. júlí 2021 08:52 Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20. júlí 2021 07:57 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. 22. júlí 2021 08:52
Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20. júlí 2021 07:57
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01
Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. 1. júlí 2021 19:01