Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 19:01 Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Trumps, í dómsal í kvöld. AP/Seth Wenig Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01
Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30