Trump situr á digrum sjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 16:00 Þó Donald Trump sé farinn úr Hvíta húsinu er hann ekki hættur í pólitík. Getty/Pete Marovich Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira