Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 07:25 Þúsundir eru enn fastir á heimilum sínum á flóðasvæðunum í Kína. Getty/Zhang Ziwang/ Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku. Úrhellisrigningarnar herjuðu í vikunni á Henan hérað og höfuðborg þess Zhengzhou en hafa síðan fært sig norðar. Borgir og bæir norðar í landinu hafa því fengið að finna fyrir veðurofsanum, fólk hefur komið sér í sjálf heldu án rafmagns eða drykkjarvatns og hefur þetta meðal annars haft mikil áhrif á sjúkrahús. „Við gátum ekki flúið heimilið vegna þess að amma mín, sem er fötluð, gat ekki farið af heimilinu,“ hefur fréttastofa AFP eftir sextán ára gamalli stelpu, sem kölluð er Zhang, en hún bætti því við að heimili hennar í Gongyi væri á kafi í vatni. „Ég var mjög hrædd um að ég myndi drukkna.“ Samkvæmt fréttaflutningi staðarmiðla hefur borgin Xinxiang, þar sem meira en 5,8 milljónir manns búa, orðið verst fyrir barinu á rigningunum. Meira en 260 mm af úrkomu féll á tveggja klukkustunda tímabili en talað er um að úrhellið sé það mesta í þúsund ár. Tugum þúsunda hefur verið bjargað úr smáþorpum og af bóndabæjum. Yfirvöld segjast hafa náð að koma um níu þúsund manns í öruggt skjól en enn séu 19 þúsund talin í hættu. Kína Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. 21. júlí 2021 23:05 Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Úrhellisrigningarnar herjuðu í vikunni á Henan hérað og höfuðborg þess Zhengzhou en hafa síðan fært sig norðar. Borgir og bæir norðar í landinu hafa því fengið að finna fyrir veðurofsanum, fólk hefur komið sér í sjálf heldu án rafmagns eða drykkjarvatns og hefur þetta meðal annars haft mikil áhrif á sjúkrahús. „Við gátum ekki flúið heimilið vegna þess að amma mín, sem er fötluð, gat ekki farið af heimilinu,“ hefur fréttastofa AFP eftir sextán ára gamalli stelpu, sem kölluð er Zhang, en hún bætti því við að heimili hennar í Gongyi væri á kafi í vatni. „Ég var mjög hrædd um að ég myndi drukkna.“ Samkvæmt fréttaflutningi staðarmiðla hefur borgin Xinxiang, þar sem meira en 5,8 milljónir manns búa, orðið verst fyrir barinu á rigningunum. Meira en 260 mm af úrkomu féll á tveggja klukkustunda tímabili en talað er um að úrhellið sé það mesta í þúsund ár. Tugum þúsunda hefur verið bjargað úr smáþorpum og af bóndabæjum. Yfirvöld segjast hafa náð að koma um níu þúsund manns í öruggt skjól en enn séu 19 þúsund talin í hættu.
Kína Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. 21. júlí 2021 23:05 Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. 21. júlí 2021 23:05
Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09