Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2021 22:22 Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri. Einar Árnason Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Fyrir byggðaráði liggur tillaga um að 33 ferkílómetra landbúnaðarsvæði á Hólaheiði á Melrakkasléttu verði skilgreint sem iðnaðarsvæði svo unnt verði að leggja það undir vindorkuver. Svæðið var sýnt í fréttum Stöðvar 2 en það er sunnan Hófaskarðsleiðar, vegarins sem liggur þvert yfir Sléttuna, milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Svæðið sem rætt er um að verði tekið undir vindorkugarð er sunnan Hófaskarðsleiðar.Grafík/Ragnar Visage „Hér ætla stórhuga Fransmenn að byggja fjörutíu vindmyllur eða svo,“ segir Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, og lýsir þessu sem hervirki. „Um það bil þriðjungurinn á leiðinni milli Raufarhafnarafleggjara og Núpasveitar verður undir vindmylluskógi, tvöhundruð metra háum,“ segir skólastjórinn fyrrverandi. Hann segir að þessu fylgi spennivirki og háspennulínur um alla sveitina til Þeistareykja. Þær muni blasa við ferðamönnum á Demantshringnum þegar þeir horfi af brekkunni fögru á Tjörnesi yfir Kelduhverfi og Öxarfjörð. „Það fyrsta sem blasir við þeim er stálmastraskógur.“ Kaupmennirnir í Skerjakollu á Kópaskeri, þau Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir.Einar Árnason Pétur er ekki einn. Fjórtán athugasemdir bárust frá aðilum á Kópaskeri og nærsveitum og allar neikvæðar. Kaupmannshjónin á Kópaskeri, þau Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson, efast um að vindorkuver gagnist samfélaginu. „Við sjáum ekki alveg hvað það gefur samfélaginu annað en að fæla burtu túristana. Því þeir koma hérna til að sjá víðernið og víðáttuna. Þeir sjá hana ekki lengur ef það eru komnar vindmyllur þarna uppfrá,“ segir Inga. „Svo er ég nú áhugamaður um fugla. Ég hef töluverðar áhyggjur bæði af farflugi og flugi gæsa á þessu svæði og annarra fugla,“ segir Guðmundur. Horft yfir kirkjustaðinn Snartarstaði við Kópasker í átt til Hólaheiðar þar sem rætt er um að reisa fjörutíu vindmyllur.Einar Árnason „Víðáttan, víðsýnið, fámennið, náttúran. Þetta er sú auðlind sem er okkur dýrmætust, til lengri tíma litið, því þetta er að verða ákaflega sjaldgæft,“ segir Pétur. Byggðaráð hefur núna frestað skipulagsbreytingunni og ákveðið að efna til viðhorfskönnunar meðal íbúa. „Það eru örugglega einhverjir sem eru hlynntir þessu. Ég efast ekkert um það. En það eru líka margir sem eru á móti þessu. Og auðvitað eru miklir hagsmunir í málinu. Þetta á eftir að tæta sundur samfélagið,“ segir Pétur Þorsteinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Orkumál Umhverfismál Skipulag Ferðamennska á Íslandi Vindorka Tengdar fréttir Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10. júlí 2021 15:04 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Fyrir byggðaráði liggur tillaga um að 33 ferkílómetra landbúnaðarsvæði á Hólaheiði á Melrakkasléttu verði skilgreint sem iðnaðarsvæði svo unnt verði að leggja það undir vindorkuver. Svæðið var sýnt í fréttum Stöðvar 2 en það er sunnan Hófaskarðsleiðar, vegarins sem liggur þvert yfir Sléttuna, milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Svæðið sem rætt er um að verði tekið undir vindorkugarð er sunnan Hófaskarðsleiðar.Grafík/Ragnar Visage „Hér ætla stórhuga Fransmenn að byggja fjörutíu vindmyllur eða svo,“ segir Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, og lýsir þessu sem hervirki. „Um það bil þriðjungurinn á leiðinni milli Raufarhafnarafleggjara og Núpasveitar verður undir vindmylluskógi, tvöhundruð metra háum,“ segir skólastjórinn fyrrverandi. Hann segir að þessu fylgi spennivirki og háspennulínur um alla sveitina til Þeistareykja. Þær muni blasa við ferðamönnum á Demantshringnum þegar þeir horfi af brekkunni fögru á Tjörnesi yfir Kelduhverfi og Öxarfjörð. „Það fyrsta sem blasir við þeim er stálmastraskógur.“ Kaupmennirnir í Skerjakollu á Kópaskeri, þau Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir.Einar Árnason Pétur er ekki einn. Fjórtán athugasemdir bárust frá aðilum á Kópaskeri og nærsveitum og allar neikvæðar. Kaupmannshjónin á Kópaskeri, þau Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson, efast um að vindorkuver gagnist samfélaginu. „Við sjáum ekki alveg hvað það gefur samfélaginu annað en að fæla burtu túristana. Því þeir koma hérna til að sjá víðernið og víðáttuna. Þeir sjá hana ekki lengur ef það eru komnar vindmyllur þarna uppfrá,“ segir Inga. „Svo er ég nú áhugamaður um fugla. Ég hef töluverðar áhyggjur bæði af farflugi og flugi gæsa á þessu svæði og annarra fugla,“ segir Guðmundur. Horft yfir kirkjustaðinn Snartarstaði við Kópasker í átt til Hólaheiðar þar sem rætt er um að reisa fjörutíu vindmyllur.Einar Árnason „Víðáttan, víðsýnið, fámennið, náttúran. Þetta er sú auðlind sem er okkur dýrmætust, til lengri tíma litið, því þetta er að verða ákaflega sjaldgæft,“ segir Pétur. Byggðaráð hefur núna frestað skipulagsbreytingunni og ákveðið að efna til viðhorfskönnunar meðal íbúa. „Það eru örugglega einhverjir sem eru hlynntir þessu. Ég efast ekkert um það. En það eru líka margir sem eru á móti þessu. Og auðvitað eru miklir hagsmunir í málinu. Þetta á eftir að tæta sundur samfélagið,“ segir Pétur Þorsteinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Orkumál Umhverfismál Skipulag Ferðamennska á Íslandi Vindorka Tengdar fréttir Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10. júlí 2021 15:04 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10. júlí 2021 15:04
Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34