Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 15:04 Kristján Þór Magnússon er sveitarstjóri Norðurþings. vísir/vilhelm Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. Á fundinum lagði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna, fram tillögu sína um að fallið yrði alfarið frá áformum um byggingu vindorkuversins í aðalskipulagi sveitarfélagsins og allri umfjöllun um það yrði frestað þar til umhverfismati væri lokið að fullu. „ Með þeim hætti verði málsmeðferð best háttað enda liggja þá niðurstöður ítarlegra rannsókna, upplýsingaöflunar og opinbers samráðs fyrir áður en sveitarstjórn tekur sínar veigamiklu stefnumarkandi ákvarðanir um landnýtingu í gegnum Aðalskipulag,“ segir í tillögu Kolbrúnar Ödu. Deila áhyggjunum Byggðarráð tók tillöguna fyrir og ákvað að fresta afgreiðslu hennar fram í ágúst. Ráðið tekur þó undir áhyggjur Kolbrúnar Ödu og segir ljóst að málið sé umdeilt. Sveitarstjóra er nú falið að efna til íbúakönnunar um afstöðu íbúa til fyrirhugaðra framkvæmda og spyrja hvort þeir séu hlynntir fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi eða mótfallnir hugmyndinni um vindorkuver á Melrakkasléttu. Byggðarráðið felur sveitarstjóranum einnig að upplýsa þá sem ætlað er að sjá um framkvæmdina við vindorkuverið um tillögu Kolbrúnar Ödu og stöðu mála. Sveitarstjóri Norðurþings er Kristján Þór Magnússon. Norðurþing Orkumál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Á fundinum lagði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna, fram tillögu sína um að fallið yrði alfarið frá áformum um byggingu vindorkuversins í aðalskipulagi sveitarfélagsins og allri umfjöllun um það yrði frestað þar til umhverfismati væri lokið að fullu. „ Með þeim hætti verði málsmeðferð best háttað enda liggja þá niðurstöður ítarlegra rannsókna, upplýsingaöflunar og opinbers samráðs fyrir áður en sveitarstjórn tekur sínar veigamiklu stefnumarkandi ákvarðanir um landnýtingu í gegnum Aðalskipulag,“ segir í tillögu Kolbrúnar Ödu. Deila áhyggjunum Byggðarráð tók tillöguna fyrir og ákvað að fresta afgreiðslu hennar fram í ágúst. Ráðið tekur þó undir áhyggjur Kolbrúnar Ödu og segir ljóst að málið sé umdeilt. Sveitarstjóra er nú falið að efna til íbúakönnunar um afstöðu íbúa til fyrirhugaðra framkvæmda og spyrja hvort þeir séu hlynntir fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi eða mótfallnir hugmyndinni um vindorkuver á Melrakkasléttu. Byggðarráðið felur sveitarstjóranum einnig að upplýsa þá sem ætlað er að sjá um framkvæmdina við vindorkuverið um tillögu Kolbrúnar Ödu og stöðu mála. Sveitarstjóri Norðurþings er Kristján Þór Magnússon.
Norðurþing Orkumál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira