Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2017 21:45 Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34