Viðskipti innlent

Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í beinni útsendingu í 719 metra hæð ofan af Gunnólfsvíkurfjalli. Finnafjörður og Langanesströnd eru fyrir neðan.
Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í beinni útsendingu í 719 metra hæð ofan af Gunnólfsvíkurfjalli. Finnafjörður og Langanesströnd eru fyrir neðan. Einar Árnason

Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum.

Fjallað var um málið í beinni útsendingu af Gunnólfsvíkurfjalli í fréttum Stöðvar 2 þaðan sem horft var yfir Finnafjörð, svæðið sem búið er að skipuleggja sem stórskipahöfn. Þar var rætt við Jónas Egilsson, sveitarstjóra Langanesbyggðar. 

Teikning af stórskipahöfn í Finnafirði.Grafík/Efla.

En hverjar standa á bak við áformin?

„Þetta eru tveir aðilar aðallega. Efla annarsvegar með samstarfsaðilum á bak við Finnafjarðarverkefnið. Og svo eru í skoðun möguleikar frá norska fyrirtækinu Zephyr, eða dótturfyrirtæki þess á Íslandi,“ sagði Jónas.

Norska félagið Zephyr undirbýr vindorkuver í landi Eiðis. Efla og samstarfsaðilar eru að horfa á Sauðanesháls, Brekknaheiði , Langanesströnd og Digranes sunnan Bakkafjarðar en einnig svæði í Vopnafirði.

Frá Brekknaheiði, ofan Þórshafnar. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Einar Árnason

Sveitarstjórinn segir áformin skammt á veg komin. Þau hafi verið kynnt í sveitarstjórn. Jafnframt sé verið að reyna að koma þeim í rannsóknaráætlun til að meta þessa möguleika. En til hvers á að nota orkuna?

„Hugmyndin er að framleiða vetni og ammoníak til þess að nota sem orku á skip, aðallega.“

-Erum menn þá að hugsa um að nýta hafnarsvæðið við Finnafjörð, stórskipahöfnina?

„Já, það er hluti af hugmyndinni. Og jafnvel að vera með fiskeldi á landi.“

-Þið eruð á sama tíma að tala um þjóðgarð. Fer þetta saman við þjóðgarð á Langanesi?

„Við erum að velta upp hugmyndum. Já og nei. Hugmyndir hérna í Finnafirði rekast ekki á þær. En hugmyndir sem eru um vindmyllugarð undir Heiðarfjalli þær myndu ekki ganga með þjóðgarði,“ svarar sveitarstjóri Langanesbyggðar.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.