Erlent

Miklir skógareldar í Síberíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmaður við störf í Yakutia-héraði í Síberíu.
Slökkviliðsmaður við störf í Yakutia-héraði í Síberíu. AP/Ivan Nikiforov

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Reuters fréttaveitan segir 123 elda hafa logað í Rússlandi í gær og að um 6.500 slökkviliðsmenn berjist við þá bæði á jörðu niðri og í lofti í flugvélum og þyrlum.

Í héraðinu Yakutia hafa rúmlega fimmtán þúsund ferkílómetrar af skóglendi brunnið en héraðið er það sem hefur orðið hvað verst úti í Rússlandi. Höfuðborg héraðsins, Yakutsk, er iðulega kölluð kaldasta borg heims.

Nú er hins vegar mikil hitabylgja að ganga yfir héraðið og hefur það leitt til umfangsmeiri skógarelda en hefðbundið er. Rúm áttatíu prósent héraðsins er skóglendi.

Tass fréttaveitan segir að alls logi 92 skógareldar í Yakutia. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á fimm þeirra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sent flugmenn á svæðið á þyrlum sem koma að slökkvistörfum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.