Erlent

Björgunar­sveitir í kapp­hlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftir­lif­endur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Enn er hundruð saknað í Þýskalandi.
Enn er hundruð saknað í Þýskalandi. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu.

Mikil flóð hafa einnig verið i Sviss, Lúxemborg og Hollandi undanfarna daga, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands hefur lýst yfir neyðarástandi í suðurhluta landsins. Leiðtogar ríkjanna hafa kennt loftslagsbreytingum um veðurofsann. 

Meira en 100 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi, sem vitað er af. Frank-Walter Steinmeier, forsæti Þýskalands sagði í morgun að hann væri í áfalli vegna flóðanna. Hann mun heimsækja svæði sem orðið hafa fyrir barðinu á vatninu undanfarna daga. 

Gríðarlega erfiðar aðstæður voru á flóðsvæðum í Þýskalandi í gær sem hægð verulega á björgunaraðgerðum. Það hefur efalaust reynst aðstandendum hinna týndu erfitt enda var símasamband ekkert á svæðinu, vegir eru mikið skemmdir og meira en 100 þúsund heimili eru rafmagnslaus. 

Sambandslöndin sem verst hafa orðið út úr flóðunum eru Norðurrín-Vestfalía, Rínarland-Pfalz og Saarland. Yfirvöld í Rínarlandi-Pfalz greindu frá því í gær að enn væri 1.300 saknað en að sú tala minnkaði með hverri klukkustund sem liði. 


Tengdar fréttir

Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi

Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.