Veður

Sólin lætur sjá sig í Reykjavík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sólin lætur sjá sig á Suður- og Vesturhlið landsins í dag.
Sólin lætur sjá sig á Suður- og Vesturhlið landsins í dag. Veðurstofa Íslands

Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri.

Þetta mun þó ekki standa lengi en miðað við veðurkort Veðurstofu Íslands verðursól á öllu landinu um miðjan daginn í dag. Útlit er fyrir fremur rólega vestlæga átt og skýjað með köflum. 

Skúrir norðan- og austanlands en léttir síðan víða til eftir hádegi og hvessir dálítið á Vestfjörðum og allra syðst. Áfram verður víða bjart á morgun en skýjað að mestu og smá væta af og til vestantil. Hiti verður á bilinu 10 til 23 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.