Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 08:30 Portsmouth leikur í ensku C-deildinni. getty/Phil Cole Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. England tapaði fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleiknum þar sem Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klikkuðu á sínum spyrnum. Í kjölfarið urðu þeir fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum. Nokkrir leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru grunaðir um að hafa látið rasísk ummæli falla í hópspjalli liðsins. Skjáskot af spjallinu rötuðu á samfélagsmiðla og það vakti athygli lögreglunnar í Hampshire. Hún hefur tekið málið til rannsóknar og vinnur með Portsmouth að rannsókn þess. „Það er ekkert pláss fyrir hatur eða fordóma af neinu tagi hjá Portsmouth eða öðrum samtökum sem ég tengist. Við látum þetta ekki viðgangast og það verða viðeigandi afleiðingar fyrir hvern þann sem gerist sekur um rasisma á samfélagsmiðlum eða öðrum stöðum,“ skrifaði Michael Eisner, eigandi Portsmouth, á Twitter. There is no place for hatred or bigotry of any kind at Portsmouth FC or any other organization with which I m affiliated. We won t tolerate it, and there will be appropriate consequences for anyone who engages in racist behavior in social media or elsewhere.— Michael Eisner (@Michael_Eisner) July 14, 2021 Kynþáttafordómarnir sem Rashford, Sancho og Saka urðu fyrir hafa víða verið fordæmdir, meðal annars á breska þinginu. Skemmdarverk voru unnin á veggmynd af Rashford í Manchester en hún var löguð með jákvæðum skilaboðum til framherjans. Um sjö hundruð manns söfnuðust svo saman við veggmyndina á þriðjudaginn til að sýna Rashford stuðning. Þá lét Sportbible gera risastóra veggmynd af þeim Rashford, Sancho og Saka í Manchester. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
England tapaði fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleiknum þar sem Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klikkuðu á sínum spyrnum. Í kjölfarið urðu þeir fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum. Nokkrir leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru grunaðir um að hafa látið rasísk ummæli falla í hópspjalli liðsins. Skjáskot af spjallinu rötuðu á samfélagsmiðla og það vakti athygli lögreglunnar í Hampshire. Hún hefur tekið málið til rannsóknar og vinnur með Portsmouth að rannsókn þess. „Það er ekkert pláss fyrir hatur eða fordóma af neinu tagi hjá Portsmouth eða öðrum samtökum sem ég tengist. Við látum þetta ekki viðgangast og það verða viðeigandi afleiðingar fyrir hvern þann sem gerist sekur um rasisma á samfélagsmiðlum eða öðrum stöðum,“ skrifaði Michael Eisner, eigandi Portsmouth, á Twitter. There is no place for hatred or bigotry of any kind at Portsmouth FC or any other organization with which I m affiliated. We won t tolerate it, and there will be appropriate consequences for anyone who engages in racist behavior in social media or elsewhere.— Michael Eisner (@Michael_Eisner) July 14, 2021 Kynþáttafordómarnir sem Rashford, Sancho og Saka urðu fyrir hafa víða verið fordæmdir, meðal annars á breska þinginu. Skemmdarverk voru unnin á veggmynd af Rashford í Manchester en hún var löguð með jákvæðum skilaboðum til framherjans. Um sjö hundruð manns söfnuðust svo saman við veggmyndina á þriðjudaginn til að sýna Rashford stuðning. Þá lét Sportbible gera risastóra veggmynd af þeim Rashford, Sancho og Saka í Manchester.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira