Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2021 19:25 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira