Erlent

Biðst afsökunar á afléttingum

Snorri Másson skrifar
Mark Rutte segir að sóttvarnaafléttingar hafi verið dómgreindarbrestur af sinni hálfu.
Mark Rutte segir að sóttvarnaafléttingar hafi verið dómgreindarbrestur af sinni hálfu. EPA-EFE/BART MAAT

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma.

Eftir að tilslakanir tóku gildi fyrir þremur vikum hefur veiran tekið sig upp að nýju. Fjöldi nýrra smita hefur ekki verið meiri allt árið og það er talið tengjast næturlífinu sem er nýbyrjað aftur.

Á föstudaginn voru kynntar hertar ráðstafanir; og börum, skemmtistöðum og veitingastöðum gert að sæta takmörkunum á ný. Eftir að síga fór á ógæfuhliðina aftur hefur forsætisráðherrann legið undir ámæli en fram að þessu þráast við að viðurkenna mistök. Afléttingarnar hafi verið rökrétt skref. Nú hefur hann hins vegar viðurkennt dómgreindarbrest.

Meira en 77% Hollendinga hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við veirunni. Samhliða nýrri smitbylgju hefur spítalainnlögnum vart fjölgað, sem er talið til marks um að þjóðin sé komin með nokkuð góða vörn fyrir alvarlegum veikindum.


Tengdar fréttir

Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar

Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar.

Fram­lengja út­göngu­bann í S­yd­n­ey

Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.