Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 20:31 Spánn og Portúgal, auk Kýpur, eru einu rauðu löndin á korti sóttvarnastofnunar Evrópu. Kortið er með nýjustu upplýsingum, eða frá 8. júlí. Skjáskot Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30