Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 13:38 Ingó var fyrst afbókaður af Þjóðhátíð. Stöð 2 Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð fyrir sléttri viku þar sem hann átti að stýra brekkusöngnum í ár. Síðan hefur að hans sögn hver afbókunin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Nú síðast má nefna Kótelettuna, sem haldin var hátíðleg á Selfossi á laugardaginn. Búið var að bóka Ingó til að spila á hátíðinni, sem er haldin til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en hann var afbókaður af henni. Þetta staðfestir Ingó í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa verið afbókaður af mörgum giggum frá því málið kom upp og hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. „Já. Þetta eru mjög mörg gigg. Ég hef haldið utan um þetta allt saman,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli sér enn að leita réttar síns segist hann vera með lögfræðing í málinu. „Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“. Í kvöld er ekki gigg Þáttunum Í kvöld er gigg, sem voru í umsjá Ingós og voru í sýningu á Stöð 2 í vetur, hefur nú verið aflýst. Ingó var þar í aðalhlutverki með hljómsveit sem fékk til sín gesti úr tónlistargeiranum. Önnur sería sem var í endursýningu í sumar hefur einnig verið tekin af dagskrá. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, við Vísi. Þórhallur Gunnarsson. „Það stóð til að það yrði gerð önnur sería í haust en við ákváðum snemma í vor að setja þættina í pásu vegna umræðunnar sem var þá í gangi,“ segir Þórhallur. „Það var gert í samráði við alla aðila.“ Ein stigið fram undir nafni Fyrst var greint frá máli Ingólfs eftir að hópurinn Öfgar á samfélagsmiðlinum TikTok birti fjölda sagna ýmissa kvenna sem lýstu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Sögurnar voru nafnlausar en hópurinn fullyrti að hann hefði fengið allar frásagnirnar staðfestar. Nú nýlega steig ein konan svo fram undir nafni til að greina frá sinni sögu. Tveimur dögum eftir að greint var frá frásögnunum kvennanna í fjölmiðlum tók þjóðhátíðarnefnd ákvörðun um að Ingó myndi ekki sjá um brekkusönginn í ár. Vísir er í eigu Sýnar. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Í kvöld er gigg Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Kótelettan Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð fyrir sléttri viku þar sem hann átti að stýra brekkusöngnum í ár. Síðan hefur að hans sögn hver afbókunin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Nú síðast má nefna Kótelettuna, sem haldin var hátíðleg á Selfossi á laugardaginn. Búið var að bóka Ingó til að spila á hátíðinni, sem er haldin til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en hann var afbókaður af henni. Þetta staðfestir Ingó í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa verið afbókaður af mörgum giggum frá því málið kom upp og hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. „Já. Þetta eru mjög mörg gigg. Ég hef haldið utan um þetta allt saman,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli sér enn að leita réttar síns segist hann vera með lögfræðing í málinu. „Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“. Í kvöld er ekki gigg Þáttunum Í kvöld er gigg, sem voru í umsjá Ingós og voru í sýningu á Stöð 2 í vetur, hefur nú verið aflýst. Ingó var þar í aðalhlutverki með hljómsveit sem fékk til sín gesti úr tónlistargeiranum. Önnur sería sem var í endursýningu í sumar hefur einnig verið tekin af dagskrá. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, við Vísi. Þórhallur Gunnarsson. „Það stóð til að það yrði gerð önnur sería í haust en við ákváðum snemma í vor að setja þættina í pásu vegna umræðunnar sem var þá í gangi,“ segir Þórhallur. „Það var gert í samráði við alla aðila.“ Ein stigið fram undir nafni Fyrst var greint frá máli Ingólfs eftir að hópurinn Öfgar á samfélagsmiðlinum TikTok birti fjölda sagna ýmissa kvenna sem lýstu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Sögurnar voru nafnlausar en hópurinn fullyrti að hann hefði fengið allar frásagnirnar staðfestar. Nú nýlega steig ein konan svo fram undir nafni til að greina frá sinni sögu. Tveimur dögum eftir að greint var frá frásögnunum kvennanna í fjölmiðlum tók þjóðhátíðarnefnd ákvörðun um að Ingó myndi ekki sjá um brekkusönginn í ár. Vísir er í eigu Sýnar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Í kvöld er gigg Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Kótelettan Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45