Erlent

Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á for­setanum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglan á Haíti telur sig hafa handtekið manninn sem skipulagði tilræðið gegn forseta landsins.
Lögreglan á Haíti telur sig hafa handtekið manninn sem skipulagði tilræðið gegn forseta landsins. Joseph Odelyn/AP

Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku.

Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu.

Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir og óljóst er hvort þeir séu í haldi. Mikil vargöld hefur ríkt á Haítí síðustu misseri og óttast menn að upp úr sjóði fyrir alvöru nú þegar forsetinn hefur verið ráðinn af dögum.

Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu.


Tengdar fréttir

Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann

Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×