Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2021 18:48 Dauðadalurinn er lægsti punktur Bandaríkjanna eða 199 metra undir sjávarmáli. hann er sömuleiðis heitasta svæði Bandaríkjanna. Getty Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti. Þetta gamla met var mögulega einnig jafnað í ágúst í fyrr en sú mæling hefur enn ekki verið staðfest af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Sjá einnig: Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Hitinn hefur mælst hærri áður í Dauðadalnum og í Túnis. Hann mældist 56,6 gráður í Dauðadalnum árið 1913 og 55 gráður í Túnis árið 1931. Sérfræðingar hafa þó lengi dregið báðar mælingarnar í efa, eins og farið er yfir í frétt Washington Post. Mælingin í Dauðadalnum í gær og hitamælingin í ágúst í fyrra, gætu því verið hæsta hitastig sem mælst hefur í heiminum með trúverðugum hætti síðan mælingar hófust. DEATH VALLEY UPDATE High temp at Death Valley today = 130F. If this says anything about how hot SAT-SUN will be, HEED THESE WARNINGS. Do not put yourself, nor first responders in danger this weekend!This observed high temp is considered preliminary & not yet validated. https://t.co/BwovUm42PE— NWS Las Vegas (@NWSVegas) July 10, 2021 Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna en júnímáður var sá heitasti sem mæst hefur í Norður-Ameríku. Hitinn náði 48,8 gráðum minnst 21 dag í mánuðinum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir hitabylgjur hafa gengið yfir allt landið í mánuðinum. Meðalhiti hafi verið 22,5 gráður en heilt yfir, á þeim 127 árum sem mælingar hafa verið gerðar, sé meðalhiti í Bandaríkjunum í júní 20,2 gráður. Gamla metið fyrir júní var árið 2016 þegar meðalhitinn var 22 gráður. Stofnunin heldur einnig yfirlit yfir náttúruhamfarir sem rekja má til veðurs og valda miklum skemmdum. Á fyrstu sex mánuðum þess árs urðu Bandaríkin fyrir átta slíkum hamförum sem ollu tjóni fyrir meira en einn milljarð dala. Þar sé um að ræða fjögur óveður, tvö hamfaraflóð, eitt kuldakast og eina þurrkatíð vegna hita. Just in: #June 2021 was the hottest June on record for U.S.;Nation has also experienced 8 #BillionDollarDisasters so far this year. https://t.co/KS9J7NiSN7 @NOAANCEIClimate #StateOfClimate pic.twitter.com/cD97JJAXbt— NOAA (@NOAA) July 9, 2021 Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Þetta gamla met var mögulega einnig jafnað í ágúst í fyrr en sú mæling hefur enn ekki verið staðfest af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Sjá einnig: Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Hitinn hefur mælst hærri áður í Dauðadalnum og í Túnis. Hann mældist 56,6 gráður í Dauðadalnum árið 1913 og 55 gráður í Túnis árið 1931. Sérfræðingar hafa þó lengi dregið báðar mælingarnar í efa, eins og farið er yfir í frétt Washington Post. Mælingin í Dauðadalnum í gær og hitamælingin í ágúst í fyrra, gætu því verið hæsta hitastig sem mælst hefur í heiminum með trúverðugum hætti síðan mælingar hófust. DEATH VALLEY UPDATE High temp at Death Valley today = 130F. If this says anything about how hot SAT-SUN will be, HEED THESE WARNINGS. Do not put yourself, nor first responders in danger this weekend!This observed high temp is considered preliminary & not yet validated. https://t.co/BwovUm42PE— NWS Las Vegas (@NWSVegas) July 10, 2021 Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna en júnímáður var sá heitasti sem mæst hefur í Norður-Ameríku. Hitinn náði 48,8 gráðum minnst 21 dag í mánuðinum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir hitabylgjur hafa gengið yfir allt landið í mánuðinum. Meðalhiti hafi verið 22,5 gráður en heilt yfir, á þeim 127 árum sem mælingar hafa verið gerðar, sé meðalhiti í Bandaríkjunum í júní 20,2 gráður. Gamla metið fyrir júní var árið 2016 þegar meðalhitinn var 22 gráður. Stofnunin heldur einnig yfirlit yfir náttúruhamfarir sem rekja má til veðurs og valda miklum skemmdum. Á fyrstu sex mánuðum þess árs urðu Bandaríkin fyrir átta slíkum hamförum sem ollu tjóni fyrir meira en einn milljarð dala. Þar sé um að ræða fjögur óveður, tvö hamfaraflóð, eitt kuldakast og eina þurrkatíð vegna hita. Just in: #June 2021 was the hottest June on record for U.S.;Nation has also experienced 8 #BillionDollarDisasters so far this year. https://t.co/KS9J7NiSN7 @NOAANCEIClimate #StateOfClimate pic.twitter.com/cD97JJAXbt— NOAA (@NOAA) July 9, 2021
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira