Erlent

Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Dauðadalurinn er lægsti, þurasti og heitasti staður Bandaríkjanna.
Dauðadalurinn er lægsti, þurasti og heitasti staður Bandaríkjanna. Vísir/GETTY

Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. Nú í gær mældist hitastigið þar 54,4 gráður á sjálfvirkum mælum Veðurstofu Bandaríkjanna. Verði hitinn staðfestur yrði það hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni frá 1931 eða frá upphafi, sé mið tekið af ágúst.

Í gær mældist hitinn 54,4 gráður klukkan 3:41 við Furnace Creek, sem hægt væri að þýða sem „Kyndiklefalækur“.

Árið 1931 mældist 55 gráðu hiti í Túnis en sérfræðingar hafa dregið þá mælingu verulega í efa. Sömuleiðis mældist 54 gráðu hiti í Dauðadalnum árið 1913 en sú mæling er einnig ekki talin trúverðug.

Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir útlit fyrir að tölurnar standist skoðun. Það muni þó taka nokkrar vikur að sannreyna mælinguna að fullu.

Gífurleg hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna. Dauðadalurinn er lægsti, þurrasti og heitasti staður Bandaríkjanna. Kyndiklefalækur er 58 metra undir sjávarmáli í Mojave eyðimörkinni og er svæðið alræmt fyrir gífurlegan hita.

Í júlí 2018 mældist meðalhiti svæðisins 42,3 gráður og er það heitasti mánuður heimsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.