Erlent

Engin bilun varð í vélar­búnaði flug­vélarinnar sem hrapaði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugvélin hrapaði aðeins þrettán sekúndum eftir að hún tókst á loft.
Flugvélin hrapaði aðeins þrettán sekúndum eftir að hún tókst á loft. EPA-EFE/JEPPE GUSTAFSSON

Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði.

Samkvæmt upplýsingum á Flightradar24 liðu þrettán sekúndur frá því að flugvélin hófst á loft og þar til hún hrapaði við flugvöllinn í Örebro. Á þeim tíma hafði vélin náð 60-80 metra hæð. Enginn veit hvað varð til þess að flugvélin hrapaði.

Flugvélin var af gerðinni DHC-2 Turbo Beaver, sem framleidd var af kanadísku fyrirtæki árið 1966 og var flutt til Svíþjóðar árið 1989. Flugvélin er í eigu fyrirtækis á Skáni en fallhlífastökksklúbbur í Örebro fékk hana að láni í vikunni.

Samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins hafði vélin öll tilskyld leyfi til að vera í loftinu og var ný búið að fara í árlega skoðun. Að sögn fréttastofunnar hafði vélin farið í skoðun hjá eftirlitsfyrirtæki í Danmörku í lok mars síðastliðnum og hafði heimild til að fljúga þar til í apríl 2022.

Vélin hafði farið meira en þrjátíu ferðir frá síðastliðnum mánudegi, þar af tíu ferðir daginn sem slysið varð. Jerry Köhlström, flugeftirlitsmaður hjá Samgöngustofu Svíþjóðar, segir að allt hafi virst vera í lagi og allt virkað vel þar til vélin hrapaði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.