Veður

Hlýjast á Austurlandi um helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hitinn nær yfir 20 gráður þar sem heitast er á Austurlandi.
Hitinn nær yfir 20 gráður þar sem heitast er á Austurlandi. Veðurstofa Íslands

Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina.

Töluvert kaldara verður á vesturhelmingi landsins og skýjað í dag. Hiti verður um 10 til 15 stig. Búast má við suðlægri hafgolu norðaustan- og austanlands á bilinu 5-10 m/s. Á vestanverðu landinu má gera ráð fyrir súld á köflum en austantil verða sums staðar þokubakkar við ströndina.

Veðurhorfurnar á morgun eru nokkuð svipaðar. Hægur vindur á landinu öllu, skýjað að mestu en þurrt að kalla um landið vestanvert en bjart með köflum austantil. Hiti verður á svipuðu bili, 12 til 23 stig og hlýjast í innsveitum norðaustanlands.

Dálitlar breytingar verða þó á á sunnudag, ef marka má veðurspá, og verður þá hlýjast í uppsveitum vestantil og mun hiti vera á bilinu 12 til 22 stig. Annars verður hæg breytileg átt og bjart með köflum en búast má við síðdegisskúrum inn til landsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.