Aðför gerð að hinsegin samfélaginu á WeChat Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 08:04 Margir eru uggandi vegna þess hvernig afstaða samfélagsins til LGBT+ fólks er að þróast í Kína. epa/How Hwee Young Kínverskir netverjar eru klofnir í afstöðu sinni til nýjasta útspils tæknirisans Tencent, sem á samskiptamiðilinn WeChat. Á þriðjudag var fjölda aðganga hinsegin hópa lokað og öllum gömlum færslum eytt. Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út. Hinsegin Kína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Samkvæmt BBC voru flestir aðganganna á vegum háskólanema en aðgerðirnar hafa vakið áhyggjur af aukinni ritskoðun gegn LGBT+ samfélaginu. Margir kínverskir netverjar lýstu yfir hneykslan og stuðningi við hinsegin félögin en aðrir sögðust fagna því að loksins hefði verið þaggað niður í þeim. Í gær höfðu að minnsta kosti tvö háskólafélög sem berjast fyrir jafnrétti til handa hinsegin fólki og veita hinsegin nemum stuðning sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðirnar voru gagnrýndar. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust í gær hafa áhyggjur af þessari þróun mála en í Kína virðast aðgerðirnar njóta nokkurs stuðnings. „Mér er alveg sama þótt LGBT-samfélagið geri sitt í hljóði en af hverju þarf það að flagga hugmyndafræði sinni framan í mig í gegnum þessi félög? Það var rétt að loka á þau,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins Weibo. Eigendum þeirra síða sem var lokað var tilkynnt um að þeir hefðu verið klagaðir fyrir brot á reglum, án þess að það væri útlistað um hvaða brot væri að ræða. Svo virðist sem aukinnar hörku sé að gæta gagnvart hinsegin samfélaginu í Kína. Lög gegn samkynhneigð voru felld úr gildi árið 1997 en í fyrra var Pride-hátíðin í Sjanghæ felld niður án ástæðu, í fyrsta sinn í ellefu ár. Þá sögðust forsvarsmenn Weibo árið 2018 hyggjast eyða öllum færslum er vörðuðu samkynhneigð en hættu við eftir hörð mótmæli. Óskarsverðlaunamyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi Freddie Mercury, var einnig ritskoðuð í Kína, á þann veg að öll atriði þar sem komið var inn á kynhneigð eða HIV-greiningu tónlistarmannsins voru tekin út.
Hinsegin Kína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira