Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 09:20 Um þrjú þúsund afganskir hermenn vernda Bagram en búast fastlega við því að Talbianar geri árás á herstöðina. AP/Rahmat Gul Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56