Erlent

Um 650 banda­rískir her­menn verða eftir í Afgan­istan

Atli Ísleifsson skrifar
Frá samkomu á vegum afganska hersins í Kabúl fyrr í vikunni.
Frá samkomu á vegum afganska hersins í Kabúl fyrr í vikunni. AP

Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan.

AP-fréttastofan segir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandaríska embættismannakerfisins. Segir ennfremur að lokið verði að kalla herinn heim að stærstum hluta á næstu vikum, en miðað hefur verið við dagsetninguna 11. september næstkomandi, að þá verði verkinu lokið.

Einnig er reiknað með að nokkur hundruð bandarískra hermanna verði eitthvað áfram á alþjóðaflugvellinum í Kabúl – mögulega fram í september – til að aðstoða tyrkneska herinn sem mun síðar hafa það verkefni að aðstoða afganska herinn að tryggja öryggi flugvallarins.

Staðan í Afganistan er sem stendur mjög viðkvæm, en eftir að Bandaríkin og önnur NATO-ríki tilkynntu að til stæði að kalla herliðið heim hafa sveitir talibana sótt fram víða í landinu og fjölgað árásum sínum.


Tengdar fréttir

Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök

Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×