Íslenski boltinn

Stefna á Íslandsför þrátt fyrir smit

Valur Páll Eiríksson skrifar
Leikmenn Sligo Rovers fagna marki.
Leikmenn Sligo Rovers fagna marki. Sportsfile via Getty Images/David Fitzgerald

Kórónuveirusmit greindist í röðum írska liðsins Sligo Rovers sem mætir FH í evrópsku Sambandsdeildinni á fimmtudag. Aðrir leikmenn liðsins bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.

Irish Times greina frá því að tveir leikmenn írska liðsins muni ekki ferðast með til Íslands þar sem annar þeirra greindist með smit en hinn er í sóttkví vegna nándar við þann smitaða.

„Einn leikmaður hefur greinst jákvæður fyrir COVID-19,“ sagði í tilkynningu frá Sligo. „Tilfellið hefur verið rakið út fyrir félagið,“ segir þar enn fremur.

Þá segir Sligo frá því að leikmaðurinn hafi ekki verið í nánu sambandi við aðra leikmenn liðsins en þann eina sem er í sóttkví, sá hefur greinst neikvæður í skimunum. Forráðamenn Sligo binda því vonir við að aðrir leikmenn og starfsmenn félagsins fái sömu niðurstöðu.

Allt liðið var skikkað í skimun fyrir veirunni og bíða nú niðurstöðu. Leikmenn Sligo eiga flug til Íslands á morgun fyrir leikinn á fimmtudag. Síðari leikur fer fram í Írlandi viku síðar.

Fyrri leikur FH og Sligo er klukkan 18:00 á fimmtudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×