Erlent

Dýr bólusett í Kaliforníu

Árni Sæberg skrifar
Dýrin í garðinum eru þjálfuð til að þola minniháttar aðgerðir og því er lítið mál að bólusetja þau.
Dýrin í garðinum eru þjálfuð til að þola minniháttar aðgerðir og því er lítið mál að bólusetja þau. Oakland Zoo

Dýragarður í Kaliforníu hefur byrjað að bólusetja stór kattardýr, birni og frettur gegn Covid-19.

Tígrisdýrin Ginger og Molly voru fyrstu dýrin til að fá bólusetningu í Oakland dýragarðinum í Kaliforníu í vikunni. Bóluefnið var þróað og gefið af dýralyfjaframleiðandanum Zoetis.

Ekkert dýr hefur sýkst af Covid-19 í dýragarðinum hingað til en staðarhaldarar þar vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig. Þegar búið er að bólusetja kattardýr, birni, og frettur kemur röðin næst að prímötum og svínum.

Hingað til hefur dýragarðurinn beitt fjarlægðartakmörkunum og hólfaskiptingu til að vernda íbúa sína fyrir Covid-19. „Við erum glöð og okkur er létt yfir að geta nú verndað dýrin okkar betur með bóluefni,“ segir Alex Herman, varayfirmaður dýralækninga í dýragarðinum. 

Lyfjaframleiðandinn Zoetis ætlar að gefa rúmlega ellefu þúsund skammta dýrabóluefnis til dýragarða vítt og breytt um Bandaríkin.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem dýr eru bólusett í Bandaríkjunum. Í janúar síðastliðnum voru prímatar bólusettir í San Diego dýragarðinum eftir að upp kom hópsmit í hópi górilla í garðinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.