Íslenski boltinn

Sjáðu fjögur mörk Blika og markaveisluna í Garðabæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gísli Eyjólfsson skoraði tvö í gær.
Gísli Eyjólfsson skoraði tvö í gær. vísir/bára

Tveir leikir voru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær þar sem Breiðablik vann 4-0 sigur á Leikni R. í Kópavogi annars vegar, og Keflavík vann 3-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ hins vegar.

Í Kópavogi náðu Breiðablik forystunni eftir aðeins sjö mínútna leik með marki Kristins Steindórssonar áður en Viktor Örn Margeirsson tvöfaldaði þá forystu tuttugu mínútum síðar. 2-0 stóð í hléi en varamaðurinn Gísli Eyjólfsson bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik.

Klippa: Breiðablik - Leiknir

Í Garðabæ skoraði Joey Gibbs bæði mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þeir leiddu 2-0 í hléi. Ignacio Heras bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks og staðan því góð fyrir Keflavík. Stjarnan svaraði með mörkum Hilmars Árna Halldórssonar og Þorsteins Más Ragnarssonar til að breyta stöðunni í 3-2.

Mörkin úr Garðabæ má sjá að neðan en þau úr Kópavogi að ofan.

Klippa: Stjarnan - Keflavík

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×