Íslenski boltinn

Sig­ríður Lára aftur í raðir FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigríður Lára í leik með FH.
Sigríður Lára í leik með FH. J.L. Long

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá Val. Hún samdi við Val fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með FH sumarið 2020. 

Sigríður Lára hefur komið við sögu í öllum leikjum Vals á leiktíðinni en hefur samt sem áður samið við FH að nýju.

Sigríður Lára hefur leikið alls 10 leiki í deild og bikar með Val í sumar og skorað tvö mörk. Hún yfirgefur nú Val sem situr í toppsæti Pepsi Max deildarinnar til að semja við FH sem situr í 3. sæti Lengjudeildar kvenna.

Á ferli sínum hefur hin 27 ára gamla Sigríður Lára leikið alls 210 deildar- og bikarleiki með ÍBV, FH og Val. Hefur hún skorað 34 mörk í þeim leikjum.

Einnig á þessi sterki leikmaður að baki 20 A-landsleiki sem og 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir FH en ekki kemur fram hversu lengur samningurinn er.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.