Lof og last 11. umferðar: Sævar sýndi snilli sína, vonarstjarna skaut upp kollinum og slakt gengi á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 13:31 Sævar Atli [fyrir miðju með fyrirliðabandið] fór fyrir sínum mönnum að venju er liðið lagði Víking. Vísir/Hulda Margrét Elleftu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld samkvæmt vef KSÍ. Það hefur mikið gengið á síðustu tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Sævar Atli sýndi snilli sína Hvar væru nýliðar Leiknis Reykjavíkur án Sævars Atla Magnússonar? „Í fallsæti,“ væri stutta svarið en Sævar Atli hefur skorað 8 af 11 mörkum liðsins það sem af er tímabili, þar af bæði mörkin í 2-1 sigri á Víkingum í gærkvöld. Hreint út sagt ótrúlegur árangur hjá fyrirliðanum unga. Ef fer sem horfir er alls óvíst hvort hann nái að spila í grænni treyju Breiðabliks en eins og frægt er orðið samdi Sævar Atli við Kópavogsliðið þar sem samningur hans við Leikni R. rennur út í haust. Eins og staðan er í dag þá fer Sævar Atli rakleiðis út í atvinnumennsku og Blikar þurfa að láta sér duga að vera með Thomas Mikkelsen og Árna Vilhjálmsson í fremstu víglínu. Þá er vert að hrósa Leiknisliðinu í heild sinni en liðið varð í gær fyrsta liðið til að leggja Víking að velli og tókst þar með að enda fjögurra leikja taphrinu. Eggert Aron Guðmundsson „Eggert er maðurinn“ söng Silfurskeiðin um nýjustu vonarstjörnu sína er Stjarnan vann 2-1 sigur á KR vestur í bæ er liðin mættust á Meistaravöllum í gær. Eggert Aron Guðmundsson kom inn af varamannabekk gestanna undir lok fyrri hálfleiks og þakkaði pent fyrir sig er hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 58. mínútu leiksins. Bestu viðtölin eru alltaf við unga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref og eru ekki komin með svona þjálfuð klisjusvör eins og við gömlu boring hundar komum alltaf með. Skæri og svona pic.twitter.com/N0O7G1aGL2— Albert Ingason. (@Snjalli) June 28, 2021 Eggert Aron er ungur að árum – fæddur 2004 – en það aftraði ekki Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, er miðvörðurinn Björn Berg Bryde meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Með þrjá af fjóra miðvörðum sínum á meiðslalistanum var Eyjólfur Héðinsson færður niður í miðvörð og Eggert Aron kom inn á miðjuna. Reyndist það frábær ákvörðun en Eggert kom með aukinn kraft í lið gestanna og léttleikandi miðja Stjörnunnar keyrði einfaldlega yfir KR-inga í síðari hálfleik. Eggert Aron hefði hæglega getað bætt við mörkum en hann var hreint út sagt frábær í leiknum. Ekki er hægt að fjalla um Eggert án þess að nefna nafna hans, Eggert Guðmundsson, en fyrrum þessi fyrrum formaður KSÍ og West Ham United er afi drengsins. Endurkoma Breiðabliks Aðeins voru 20 mínútur eftir af leik HK og Breiðabliks í Kórnum er heimamenn komust 2-1 yfir. Allt stefndi í að HK-grýla gestanna myndi enn á ný prýða forsíður blaðanna en á einhvern undraverðan hátt tókst Blikum ekki aðeins að jafna metin heldur að vinna leikinn. Geta þeir þakkað mörkum Thomas Mikkelsen á 84. mínútu og Andra Rafns Yeoman þremur mínútum síðar fyrir það. Lokatölur í Kórnum 2-3 gestunum í vil og titilvonir Breiðabliks lifa á meðan HK nær ekki að hrista af sér falldrauginn. HK Breiðablik Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Last Hrun HK Það er óþarfi að lista upp hvað fór úrskeiðis hjá HK en liðið var 2-1 yfir gegn erkifjendum sínum þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna. Aðeins fjórum mínútum síðar var liðið komið 3-2 undir og sjötta tap liðsins í 10 leikjum staðreynd. Sökkvandi Skagamenn ÍA komst 2-0 yfir gegn Keflavík í sannkölluðum sex stiga botnbaráttuslag á Skipaskaga í gær. Með sigri hefðu Skagamenn farið upp í átta stig og þar með upp fyrir HK í töflunni. Þá hefði einnig aðeins munað stigi á ÍA og Keflavík en munurinn er fjögur stig eins og staðan er í dag. Það er ljóst að Skagamenn horfa til Stjörnunnar en eftir erfiða byrjun eru Garðbæingar allt í einu komnir með 12 stig á töfluna og ekki tapað í síðustu fimm leikjum sínum. Klúður ársins á Hlíðarenda Það er eiginlega ekki hægt að sleppa Sverri Pál Hjaltested eftir færið sem hann brenndi af gegn Fylki. Framherjinn ungi hefur átt erfitt með svefn en í stöðunni 1-0 brenndi hann af einu rosalegasta færi síðari ára. Heimavallarárangur umferðarinnar Síðast en ekki síst er vert að minnast á að í sex leikjum var aðeins eitt heimalið sem landaði sigri. FH var marki yfir og manni fleiri er KA jafnaði metin í Kaplakrika, hrakfarir HK hafa verið ræddar hér að ofan sem og skelfingin á Skaganum. Þá komust bæði Valur og KR yfir en hvorugt landaði sigri. Valur gerði 1-1 jafntefli við Fylki og KR tapaði sínum leik gegn Stjörnunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 1-2 | Stjörnumenn sóttu sigur vestur í bæ Stjarnan var ekkert að svekkja sig á tapinu gegn KA í bikarnum er liðið mætti vestur í bæ og heimsótti KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir að lenda undir kom liðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur. 28. júní 2021 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 2-2 | Skagamenn köstuðu frá sér tveggja marka forystu Skagamenn eru enn á botni Pepsi Max deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Keflavík í kvöld. ÍA komst í 2-0 en glutraði niður forystunni. 28. júní 2021 21:04 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 22:50 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 2-3 | Blikar komu til baka í Kópavogsslagnum HK fékk nágranna sína úr Breiðabliki í heimsókn í kvöld. HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum, en tvö mörk á lokamínútunum sáu til þess að það voru Blikar sem tóku stigin þrjú með 3-2 sigri. 27. júní 2021 22:19 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 1-1 | Tíu KA menn sóttu stig í Kaplakrika Óli Jó stýrði liði FH í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 2007 er liðið fékk KA í heimsókn í Kaplakrikann í dag. Lokatölur 1-1, en KA menn jöfnuðu leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka eftir að hafa orðið manni færri nokkrum mínútum áður. 27. júní 2021 19:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Sævar Atli sýndi snilli sína Hvar væru nýliðar Leiknis Reykjavíkur án Sævars Atla Magnússonar? „Í fallsæti,“ væri stutta svarið en Sævar Atli hefur skorað 8 af 11 mörkum liðsins það sem af er tímabili, þar af bæði mörkin í 2-1 sigri á Víkingum í gærkvöld. Hreint út sagt ótrúlegur árangur hjá fyrirliðanum unga. Ef fer sem horfir er alls óvíst hvort hann nái að spila í grænni treyju Breiðabliks en eins og frægt er orðið samdi Sævar Atli við Kópavogsliðið þar sem samningur hans við Leikni R. rennur út í haust. Eins og staðan er í dag þá fer Sævar Atli rakleiðis út í atvinnumennsku og Blikar þurfa að láta sér duga að vera með Thomas Mikkelsen og Árna Vilhjálmsson í fremstu víglínu. Þá er vert að hrósa Leiknisliðinu í heild sinni en liðið varð í gær fyrsta liðið til að leggja Víking að velli og tókst þar með að enda fjögurra leikja taphrinu. Eggert Aron Guðmundsson „Eggert er maðurinn“ söng Silfurskeiðin um nýjustu vonarstjörnu sína er Stjarnan vann 2-1 sigur á KR vestur í bæ er liðin mættust á Meistaravöllum í gær. Eggert Aron Guðmundsson kom inn af varamannabekk gestanna undir lok fyrri hálfleiks og þakkaði pent fyrir sig er hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 58. mínútu leiksins. Bestu viðtölin eru alltaf við unga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref og eru ekki komin með svona þjálfuð klisjusvör eins og við gömlu boring hundar komum alltaf með. Skæri og svona pic.twitter.com/N0O7G1aGL2— Albert Ingason. (@Snjalli) June 28, 2021 Eggert Aron er ungur að árum – fæddur 2004 – en það aftraði ekki Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, er miðvörðurinn Björn Berg Bryde meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Með þrjá af fjóra miðvörðum sínum á meiðslalistanum var Eyjólfur Héðinsson færður niður í miðvörð og Eggert Aron kom inn á miðjuna. Reyndist það frábær ákvörðun en Eggert kom með aukinn kraft í lið gestanna og léttleikandi miðja Stjörnunnar keyrði einfaldlega yfir KR-inga í síðari hálfleik. Eggert Aron hefði hæglega getað bætt við mörkum en hann var hreint út sagt frábær í leiknum. Ekki er hægt að fjalla um Eggert án þess að nefna nafna hans, Eggert Guðmundsson, en fyrrum þessi fyrrum formaður KSÍ og West Ham United er afi drengsins. Endurkoma Breiðabliks Aðeins voru 20 mínútur eftir af leik HK og Breiðabliks í Kórnum er heimamenn komust 2-1 yfir. Allt stefndi í að HK-grýla gestanna myndi enn á ný prýða forsíður blaðanna en á einhvern undraverðan hátt tókst Blikum ekki aðeins að jafna metin heldur að vinna leikinn. Geta þeir þakkað mörkum Thomas Mikkelsen á 84. mínútu og Andra Rafns Yeoman þremur mínútum síðar fyrir það. Lokatölur í Kórnum 2-3 gestunum í vil og titilvonir Breiðabliks lifa á meðan HK nær ekki að hrista af sér falldrauginn. HK Breiðablik Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Last Hrun HK Það er óþarfi að lista upp hvað fór úrskeiðis hjá HK en liðið var 2-1 yfir gegn erkifjendum sínum þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna. Aðeins fjórum mínútum síðar var liðið komið 3-2 undir og sjötta tap liðsins í 10 leikjum staðreynd. Sökkvandi Skagamenn ÍA komst 2-0 yfir gegn Keflavík í sannkölluðum sex stiga botnbaráttuslag á Skipaskaga í gær. Með sigri hefðu Skagamenn farið upp í átta stig og þar með upp fyrir HK í töflunni. Þá hefði einnig aðeins munað stigi á ÍA og Keflavík en munurinn er fjögur stig eins og staðan er í dag. Það er ljóst að Skagamenn horfa til Stjörnunnar en eftir erfiða byrjun eru Garðbæingar allt í einu komnir með 12 stig á töfluna og ekki tapað í síðustu fimm leikjum sínum. Klúður ársins á Hlíðarenda Það er eiginlega ekki hægt að sleppa Sverri Pál Hjaltested eftir færið sem hann brenndi af gegn Fylki. Framherjinn ungi hefur átt erfitt með svefn en í stöðunni 1-0 brenndi hann af einu rosalegasta færi síðari ára. Heimavallarárangur umferðarinnar Síðast en ekki síst er vert að minnast á að í sex leikjum var aðeins eitt heimalið sem landaði sigri. FH var marki yfir og manni fleiri er KA jafnaði metin í Kaplakrika, hrakfarir HK hafa verið ræddar hér að ofan sem og skelfingin á Skaganum. Þá komust bæði Valur og KR yfir en hvorugt landaði sigri. Valur gerði 1-1 jafntefli við Fylki og KR tapaði sínum leik gegn Stjörnunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 1-2 | Stjörnumenn sóttu sigur vestur í bæ Stjarnan var ekkert að svekkja sig á tapinu gegn KA í bikarnum er liðið mætti vestur í bæ og heimsótti KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir að lenda undir kom liðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur. 28. júní 2021 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 2-2 | Skagamenn köstuðu frá sér tveggja marka forystu Skagamenn eru enn á botni Pepsi Max deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Keflavík í kvöld. ÍA komst í 2-0 en glutraði niður forystunni. 28. júní 2021 21:04 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 22:50 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 2-3 | Blikar komu til baka í Kópavogsslagnum HK fékk nágranna sína úr Breiðabliki í heimsókn í kvöld. HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum, en tvö mörk á lokamínútunum sáu til þess að það voru Blikar sem tóku stigin þrjú með 3-2 sigri. 27. júní 2021 22:19 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 1-1 | Tíu KA menn sóttu stig í Kaplakrika Óli Jó stýrði liði FH í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 2007 er liðið fékk KA í heimsókn í Kaplakrikann í dag. Lokatölur 1-1, en KA menn jöfnuðu leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka eftir að hafa orðið manni færri nokkrum mínútum áður. 27. júní 2021 19:31 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 1-2 | Stjörnumenn sóttu sigur vestur í bæ Stjarnan var ekkert að svekkja sig á tapinu gegn KA í bikarnum er liðið mætti vestur í bæ og heimsótti KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Eftir að lenda undir kom liðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur. 28. júní 2021 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 2-2 | Skagamenn köstuðu frá sér tveggja marka forystu Skagamenn eru enn á botni Pepsi Max deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Keflavík í kvöld. ÍA komst í 2-0 en glutraði niður forystunni. 28. júní 2021 21:04
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 22:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 2-3 | Blikar komu til baka í Kópavogsslagnum HK fékk nágranna sína úr Breiðabliki í heimsókn í kvöld. HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum, en tvö mörk á lokamínútunum sáu til þess að það voru Blikar sem tóku stigin þrjú með 3-2 sigri. 27. júní 2021 22:19
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 1-1 | Tíu KA menn sóttu stig í Kaplakrika Óli Jó stýrði liði FH í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 2007 er liðið fékk KA í heimsókn í Kaplakrikann í dag. Lokatölur 1-1, en KA menn jöfnuðu leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka eftir að hafa orðið manni færri nokkrum mínútum áður. 27. júní 2021 19:31
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó