Erlent

Hitamet fellur í Kanada

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það ku fara að kólna á morgun.
Það ku fara að kólna á morgun.

Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu.

Hitinn í þorpinu Lytton í suðurhluta Bresku Kólombíu fór þannig vel yfir gamla metið í Kanada sem var 45 gráður og féll í Saskatchewan árið 1937. 

Búist er við að það fari að kólna á svæðinu á morgun en hitinn hefur verið gríðarlegur á svæðinu undanfarna daga. 

Í stórborginni Vancouver, sem liggur að sjó, fór hitinn í 31 gráðu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×