Erlent

Þrír látnir af völdum hvirfil­bylsins í Tékk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Eyðileggingin er mikil í bænum Moravská Nová Ves.
Eyðileggingin er mikil í bænum Moravská Nová Ves. AP

Nú er ljóst að þrír létu lífið og um sextíu slösuðust þegar öflugur hvirfilbylur fór um nokkur þorp í suðausturhluta Tékklands í gær. Þök flettust af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og bílar fuku um eins og lauf í vindi.

Myndir frá þorpunum sem verst urðu úti sýna að eyðileggingin er gríðarleg, líkt og stríð hafi geisað þar.

Björgunarlið er enn að störfum á vettvangi og nýtur aðstoðar frá kollegum sínum frá Austurríki og Slóvakíu.

Tíu slösuðust alvarlega að sögn talskonu björgunarsveitanna í Suður-Móravíu og tugir þurftu einhverskonar aðstoð á sjúkrahúsum svæðisins.

Verst er ástandið í þorpinu Hrusky þar sem helmingur allra bygginga eyðilagðist í fárviðrinu. Þá fór rafmagn af um hundrað þúsund heimilum á svæðinu og samgöngur lömuðust um tíma.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á svæðinu sem verst varð úti.


Tengdar fréttir

Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi

Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.