Íslenski boltinn

Theódór Elmar á leið í KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. Vísir/Getty

Theódór Elmar Bjarnason er á leið í KR. Þetta herma heimildir miðilsins Fótbolti.net.

Elmar er uppalinn KR-ingur og lék með yngri liðum félagsins áður en hann hélt í atvinnumennsku.

Hann hefur komið ansi víða við á sínum atvinnumannaferli sem hófst í Skotlandi og virðist vera að enda í Grikklandi.

Elmar er nú á mála hjá griska úrvalsdeildarfélaginu Lamia en hann hefur leikið með liðinu frá því í byrjun ársins.

Hann á að baki 41 A-landsleik og var meðal annars í íslenska hópnum á EM 2016.

Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir KR sem er í fimmta sæti Pepsi Max deildarinnar með þrettán stig.

Félagaskiptaglugginn opnar 29. júní og er opinn í mánuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.