Íslenski boltinn

KR enn á toppnum eftir jafntefli í toppslag Lengjudeildar kvenna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
KR-ingar halda toppsætinu í Lengjudeild kvenna.
KR-ingar halda toppsætinu í Lengjudeild kvenna. Vísir/Hulda Margrét

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, FH sigraði Grindavík 1-0, Haukar unnu góðan 3-1 útisigur gegn Augnablik, HK sigraði Gróttu 2-1 og Víkingur R. vann 5-1 stórsigur gegn ÍA á Akranesi.

Thelma Lóa Hermannssdóttir kom KR-ingum yfir gegn Aftureldingu á 12.mínútu, en það var Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem bjargaði stigi fyrir gestina þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Danielle Marcano skoraði bæði mörk HK með þriggja mínútna millibili þegar innan við 20 mínútur voru liðnar af leik Gróttu og HK. María Lovísa Jónasdóttir minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og niðurstaðan því 2-1 sigur HK.

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom Víkingum yfir á 11.mínútu gegn ÍA á Akranesi. Staðan var 1-0 í hálfleik, en það átti heldur betur eftir að breytast eftir hlé.

Aníta Sól Ágústsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á upphafsmínútu seinni hálfleiks og forysta Víkinga orðin tvö mörk.

Nadía Atladóttir breytti stöðunni í 3-0 á 50.mínútu og sjö mínútum síðar bætti Kristín Erna fjórða markinu við.

Erla Karítas Jóhannesdóttir lagaði stöðu heimakvenna á 69.mínútu, en Dagný Rún Pétursdóttir innsyglaði 5-1 sigur á lokamínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×