Evrópusambandið vill draga úr framboði á bresku sjónvarpsefni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 23:33 Breskt drama hefur lengi verið langvinsælasta evrópska sjónvarpsefnið. getty/Richard Baker Evrópusambandið hyggst skerða hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum eftir að Bretland gekk úr sambandinu. Bretland er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Evrópu með mikil yfirráð á þeim markaði. Í óbirtu minnisblaði frá Evrópusambandinu, sem breski miðillinn The Guardian segist hafa lesið, er yfirráðum Bretlands á sjónvarpsmarkaðinum lýst sem ógn við menningarfjölbreytni Evrópusambandsríkjanna. Samkvæmt núverandi reglum sambandsins verður allavega þrjátíu prósent af því efni sem sjónvarpsstöðvar aðildarríkjanna sýna að vera evrópskt. Sum ríki hafa tekið þetta enn lengra, til dæmis Frakkland en þar verður sextíu prósent sjónvarpsefnis að vera evrópskt. Breskt efni flokkast auðvitað sem evrópskt í þessu kvótakerfi en Evrópusambandið hefur nú áhyggjur af því að langstærstur hluti þess evrópska efnis sem aðildarríkin sýna sé breskt. Það ógni stöðu kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar annarra evrópskra ríkja, sérstaklega þeirra sem eru smærri og með tungumál sem færri tala. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú verið falið að greina hættuna sem steðjar að menningarfjölbreytni aðildarríkjanna vegna bresks sjónvarpsefnis. Heimildir The Guardian herma að þetta sé fyrsta skref sambandsins í því að draga úr hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum. Bíó og sjónvarp Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Í óbirtu minnisblaði frá Evrópusambandinu, sem breski miðillinn The Guardian segist hafa lesið, er yfirráðum Bretlands á sjónvarpsmarkaðinum lýst sem ógn við menningarfjölbreytni Evrópusambandsríkjanna. Samkvæmt núverandi reglum sambandsins verður allavega þrjátíu prósent af því efni sem sjónvarpsstöðvar aðildarríkjanna sýna að vera evrópskt. Sum ríki hafa tekið þetta enn lengra, til dæmis Frakkland en þar verður sextíu prósent sjónvarpsefnis að vera evrópskt. Breskt efni flokkast auðvitað sem evrópskt í þessu kvótakerfi en Evrópusambandið hefur nú áhyggjur af því að langstærstur hluti þess evrópska efnis sem aðildarríkin sýna sé breskt. Það ógni stöðu kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar annarra evrópskra ríkja, sérstaklega þeirra sem eru smærri og með tungumál sem færri tala. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú verið falið að greina hættuna sem steðjar að menningarfjölbreytni aðildarríkjanna vegna bresks sjónvarpsefnis. Heimildir The Guardian herma að þetta sé fyrsta skref sambandsins í því að draga úr hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum.
Bíó og sjónvarp Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira